Einmanaleiki og kvíði á jólunum Hafsteinn Hauksson skrifar 22. desember 2010 19:55 Jólin geta reynst fólki sem misst hefur maka sinn afar erfið. Sjúkrahúsprestur segir aðstandendur geta gert mikið til að bæta líðan fólks sem gengið hefur í gegnum makamissi. Þó jólin séu sem betur fer gleðihátíð í hugum flestra, getur mikil vanlíðan fylgt þeim fyrir fólk sem misst hefur lífsförunaut sinn. Séra Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, vinnur nú doktorsrannsókn á heilsu og líðan ekkla. Hann segir fólk oft finna þunga þess að missa einhvern nákominn sér á jólahátíðinni, sem fyrst og fremst sé samverustund fjölskyldu og vina. „Við slíkar aðstæður eru einstaklingar mikið að reyna að halda í eitthvað sem var, en það er kannski ekki jafnauðvelt og maður skyldi ætla," segir Bragi. Einstæðingar geti þannig bæði upplifað einmanaleika og kvíða vegna jólahátíðarinnar, þar sem fólk viti ekki hvað sé á leiðinni. „Margir tala um að það sem áður veitti þeim mikla gleði og ánægju, hefðir og annað slíkt, geti stundum virst íþyngjandi, því fólk veit ekki hvert innihaldið er þegar það er búið að missa sinn nánasta förunaut. Margir af ekklunum sem ég hef talað við segja að samskipti við börnin þeirra verði oft nánari. Að hinu leytinu, þá upplifir fólk vissa einsemd, þrátt fyrir að fjölskyldan standi með þeim, sem þarf ekki að vera auðvelt að yfirstíga." Bragi stendur ásamt fleirum fyrir námskeiði fyrir ekkla og ekkjur milli jóla og nýárs til að aðstoða fólk við að láta sér líða betur. „Við reynum að styðja við hagnýt úrræði sem menn geta nýtt sér. Það byggir fyrir það fyrsta á því að nýta sér þau úrræði sem felast í fólkinu í kringum okkur. Að hinu leytinu má fólk ekki neita sér um þá sjálfsskoðun og endurmat sem fylgir því að fara í gegnum svona djúpstæða reynslu," segir Bragi. Hann segir aðstandendur margt geta gert til að hjálpa fólki í sorg. Mestu skipti að sýna meira frumkvæði en áður og bjóða fram aðstoð, og hjálpa fólki að halda virkni. „Það er nefnilega misskilningur margra að þeir séu að ónáða með því að koma í sorgarhús. Það er einmitt þvert á móti mikilvægt að koma á staðinn, því þá fyrst kemur í ljós hvort fólk hefur eitthvað fram að færa sem skiptir máli." Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Jólin geta reynst fólki sem misst hefur maka sinn afar erfið. Sjúkrahúsprestur segir aðstandendur geta gert mikið til að bæta líðan fólks sem gengið hefur í gegnum makamissi. Þó jólin séu sem betur fer gleðihátíð í hugum flestra, getur mikil vanlíðan fylgt þeim fyrir fólk sem misst hefur lífsförunaut sinn. Séra Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur, vinnur nú doktorsrannsókn á heilsu og líðan ekkla. Hann segir fólk oft finna þunga þess að missa einhvern nákominn sér á jólahátíðinni, sem fyrst og fremst sé samverustund fjölskyldu og vina. „Við slíkar aðstæður eru einstaklingar mikið að reyna að halda í eitthvað sem var, en það er kannski ekki jafnauðvelt og maður skyldi ætla," segir Bragi. Einstæðingar geti þannig bæði upplifað einmanaleika og kvíða vegna jólahátíðarinnar, þar sem fólk viti ekki hvað sé á leiðinni. „Margir tala um að það sem áður veitti þeim mikla gleði og ánægju, hefðir og annað slíkt, geti stundum virst íþyngjandi, því fólk veit ekki hvert innihaldið er þegar það er búið að missa sinn nánasta förunaut. Margir af ekklunum sem ég hef talað við segja að samskipti við börnin þeirra verði oft nánari. Að hinu leytinu, þá upplifir fólk vissa einsemd, þrátt fyrir að fjölskyldan standi með þeim, sem þarf ekki að vera auðvelt að yfirstíga." Bragi stendur ásamt fleirum fyrir námskeiði fyrir ekkla og ekkjur milli jóla og nýárs til að aðstoða fólk við að láta sér líða betur. „Við reynum að styðja við hagnýt úrræði sem menn geta nýtt sér. Það byggir fyrir það fyrsta á því að nýta sér þau úrræði sem felast í fólkinu í kringum okkur. Að hinu leytinu má fólk ekki neita sér um þá sjálfsskoðun og endurmat sem fylgir því að fara í gegnum svona djúpstæða reynslu," segir Bragi. Hann segir aðstandendur margt geta gert til að hjálpa fólki í sorg. Mestu skipti að sýna meira frumkvæði en áður og bjóða fram aðstoð, og hjálpa fólki að halda virkni. „Það er nefnilega misskilningur margra að þeir séu að ónáða með því að koma í sorgarhús. Það er einmitt þvert á móti mikilvægt að koma á staðinn, því þá fyrst kemur í ljós hvort fólk hefur eitthvað fram að færa sem skiptir máli."
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira