Löndunarbann ESB er innantóm hótun 22. desember 2010 07:15 Þorsteinn ÞH 360 var eitt þeirra skipa sem lönduðu makríl í Vestmannaeyjum í sumar.fréttablaðið/óskar Evrópusambandið ætlar að gera alvöru úr hótunum sínum um löndunarbann á íslenskum makríl í evrópskum höfnum. Slíkt bann hefur engin áhrif á íslenskar útgerðir eða sölu íslenskra makrílafurða yfirleitt. Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að löndun makríls af Íslandsmiðum í evrópskum höfnum sé óheimil frá og með 14. janúar. Eru það viðbrögð sambandsins við ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrifa ekki undir samkomulag um veiðarnar og gefa út einhliða makrílkvóta. Þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu sjávarútvegsstjóra ESB, Maríu Damanaki, í gær. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir Damanaki að þetta skref þoli enga bið. Markmið bannsins er að „senda skýr skilaboð til Íslands“. Framkvæmdastjórnin mun tilkynna ákvörðun sína til nefndar sem sér um framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þá fundar Damanaki með Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Brussel, í dag. Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands, segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á það gagnvart framkvæmdastjórn ESB að makrílmálið sé sjálfstætt fiskveiðimál og beri að leysa sem slíkt án nokkurrar tengingar við óskyld mál. Á þessu byggir fundur Stefáns og Damanaki. „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra rituðu framkvæmdastjórninni bréf þessa efnis síðastliðið haust að gefnu tilefni,“ segir Tómas. Tómas segir að samkvæmt lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands sé erlendum skipum óheimilt að landa afla í íslenskum höfnum sem er veiddur úr sameiginlegum stofnum en ekkert samkomulag er um veiðar. „Íslensk stjórnvöld telja ekki tilefni til viðbragða við því að sams konar reglur gildi um löndun íslenskra skipa í erlendum höfnum,“ segir Tómas. Tómas minnir á að makrílveiðar íslenskra skipa hafa á undanförnum árum nær eingöngu farið fram innan íslensku efnahagslögsögunnar og öllum afla hefur verið landað í íslenskum höfnum og hann unninn hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að strandríkin fjögur, Ísland, ESB, Færeyjar og Noregur, beri sameiginlega ábyrgð á makrílstofninum. Því hafa íslensk stjórnvöld gagnrýnt ESB og Noreg harðlega fyrir að úthluta sér rúmlega 90 prósent af ráðlögðum heildarafla án tillits til veiða annarra. svavar@frettabladid.is María Damanaki Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Evrópusambandið ætlar að gera alvöru úr hótunum sínum um löndunarbann á íslenskum makríl í evrópskum höfnum. Slíkt bann hefur engin áhrif á íslenskar útgerðir eða sölu íslenskra makrílafurða yfirleitt. Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að löndun makríls af Íslandsmiðum í evrópskum höfnum sé óheimil frá og með 14. janúar. Eru það viðbrögð sambandsins við ákvörðun íslenskra stjórnvalda að skrifa ekki undir samkomulag um veiðarnar og gefa út einhliða makrílkvóta. Þetta kom fram í tilkynningu frá skrifstofu sjávarútvegsstjóra ESB, Maríu Damanaki, í gær. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir Damanaki að þetta skref þoli enga bið. Markmið bannsins er að „senda skýr skilaboð til Íslands“. Framkvæmdastjórnin mun tilkynna ákvörðun sína til nefndar sem sér um framkvæmd samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Þá fundar Damanaki með Stefáni Hauki Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Brussel, í dag. Tómas H. Heiðar, formaður samninganefndar Íslands, segir íslensk stjórnvöld leggja áherslu á það gagnvart framkvæmdastjórn ESB að makrílmálið sé sjálfstætt fiskveiðimál og beri að leysa sem slíkt án nokkurrar tengingar við óskyld mál. Á þessu byggir fundur Stefáns og Damanaki. „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og utanríkisráðherra rituðu framkvæmdastjórninni bréf þessa efnis síðastliðið haust að gefnu tilefni,“ segir Tómas. Tómas segir að samkvæmt lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands sé erlendum skipum óheimilt að landa afla í íslenskum höfnum sem er veiddur úr sameiginlegum stofnum en ekkert samkomulag er um veiðar. „Íslensk stjórnvöld telja ekki tilefni til viðbragða við því að sams konar reglur gildi um löndun íslenskra skipa í erlendum höfnum,“ segir Tómas. Tómas minnir á að makrílveiðar íslenskra skipa hafa á undanförnum árum nær eingöngu farið fram innan íslensku efnahagslögsögunnar og öllum afla hefur verið landað í íslenskum höfnum og hann unninn hér á landi. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að strandríkin fjögur, Ísland, ESB, Færeyjar og Noregur, beri sameiginlega ábyrgð á makrílstofninum. Því hafa íslensk stjórnvöld gagnrýnt ESB og Noreg harðlega fyrir að úthluta sér rúmlega 90 prósent af ráðlögðum heildarafla án tillits til veiða annarra. svavar@frettabladid.is María Damanaki
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira