Bæjarstjórinn: „Ódýrara að vera með börn í Garðabæ“ 22. desember 2010 15:56 Mynd úr safni / Vilhelm „Það er ódýrara að vera með börn í Garðabæ en víðast annars staðar," segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að þegar miðað er við þær heildargreiðslur sem falla á foreldra barna frá því börnin eru níu mánaða til fimm ára gömul sé einna hagstæðast fyrir barnafólk að búa í Garðabæ.Hærra gjald í Reykjavík Vísir sagði fyrr í dag frá gjaldskrárhækkunum hjá leikskólum í bæjarfélaginu. Þar kom fram að kostnaður við aukavistun umfram átta klukkustundir hækkar um 100% um áramótin. Þá kostar klukkustundin 6200 krónur. Gunnar vekur athygli á því að foreldar þurfi að greiða meira fyrir þessa aukavistun í nágrannasveitarfélögunum, en í Reykjavík þurfa foreldrar að borga 10.500 krónur fyrir þann klukkutíma sem fer umfram átta tíma, samanborið við 6200 krónur í Garðabæ. Ekki of lengi á leikskólanum Gunnar segir að ýmsar ástæður liggi að baki því að ákveðið var að hækka þetta gjald hjá Garðabæ. „Síðasti tíminn er í raun dýrasti tíminn miðað við starfsfólk í hundrað prósenta starfi. Við erum í raun að hvetja til þess að börn séu ekki allt of lengi á leikskólanum. Þannig eru bæði rekstrarleg og fagleg rök að baki þessi. Foreldrar þurfa kannski að skipuleggja sig aðeins betur," segir Gunnar. Hann tekur fram að einstæðir foreldrar og námsmenn fá 40 prósenta afslátt af gjaldskrá leikskólanna og hafa fengið frá síðustu áramótum. Þá var afslátturinn hækkaður úr 30 prósentum. Hvað minnkun afsláttar fyrir þriðja barn á leikskóla varðar segir Gunnar að það sé í sárafáum tilfellum sem fólk sé með þrjú börn á leikskólaaldri. „Þetta er afsláttur sem kom inn í góðærinu. Þetta er í raun ekki stórvægileg breyting," segir hann. Eins og kom fram á Vísi í dag lækkar afsláttur fyrir þriðja barn um áramótin úr 75% og niður í 50% Gunnar bendir ennfremur á að í Garðabæ fá fimm ára börn fjóra fría tíma á leikskóla og að sama gjald sé greitt hvort sem börnin eru hjá dagforeldrum eða á leikskóla. „Við greiðum niður 50 þúsund krónur hjá dagforeldrum," segir hann. Foreldrar í Garðabæ hafi þannig meira val, óháð greiðslum þeirra. Tengdar fréttir 100% hækkun á umframvistun í Garðabæ Gjald fyrir vistun barna á leikskóla í Garðabæ, umfram átta klukkustundir, hækkar um hundrað prósent þann 1. janúar. Auka klukkustund kostar frá þeim tíma 6400 krónur á mánuði, auka hálftími 3200 krónur og greiða þarf 1600 krónur fyrir auka korter. 22. desember 2010 12:55 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
„Það er ódýrara að vera með börn í Garðabæ en víðast annars staðar," segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Hann segir að þegar miðað er við þær heildargreiðslur sem falla á foreldra barna frá því börnin eru níu mánaða til fimm ára gömul sé einna hagstæðast fyrir barnafólk að búa í Garðabæ.Hærra gjald í Reykjavík Vísir sagði fyrr í dag frá gjaldskrárhækkunum hjá leikskólum í bæjarfélaginu. Þar kom fram að kostnaður við aukavistun umfram átta klukkustundir hækkar um 100% um áramótin. Þá kostar klukkustundin 6200 krónur. Gunnar vekur athygli á því að foreldar þurfi að greiða meira fyrir þessa aukavistun í nágrannasveitarfélögunum, en í Reykjavík þurfa foreldrar að borga 10.500 krónur fyrir þann klukkutíma sem fer umfram átta tíma, samanborið við 6200 krónur í Garðabæ. Ekki of lengi á leikskólanum Gunnar segir að ýmsar ástæður liggi að baki því að ákveðið var að hækka þetta gjald hjá Garðabæ. „Síðasti tíminn er í raun dýrasti tíminn miðað við starfsfólk í hundrað prósenta starfi. Við erum í raun að hvetja til þess að börn séu ekki allt of lengi á leikskólanum. Þannig eru bæði rekstrarleg og fagleg rök að baki þessi. Foreldrar þurfa kannski að skipuleggja sig aðeins betur," segir Gunnar. Hann tekur fram að einstæðir foreldrar og námsmenn fá 40 prósenta afslátt af gjaldskrá leikskólanna og hafa fengið frá síðustu áramótum. Þá var afslátturinn hækkaður úr 30 prósentum. Hvað minnkun afsláttar fyrir þriðja barn á leikskóla varðar segir Gunnar að það sé í sárafáum tilfellum sem fólk sé með þrjú börn á leikskólaaldri. „Þetta er afsláttur sem kom inn í góðærinu. Þetta er í raun ekki stórvægileg breyting," segir hann. Eins og kom fram á Vísi í dag lækkar afsláttur fyrir þriðja barn um áramótin úr 75% og niður í 50% Gunnar bendir ennfremur á að í Garðabæ fá fimm ára börn fjóra fría tíma á leikskóla og að sama gjald sé greitt hvort sem börnin eru hjá dagforeldrum eða á leikskóla. „Við greiðum niður 50 þúsund krónur hjá dagforeldrum," segir hann. Foreldrar í Garðabæ hafi þannig meira val, óháð greiðslum þeirra.
Tengdar fréttir 100% hækkun á umframvistun í Garðabæ Gjald fyrir vistun barna á leikskóla í Garðabæ, umfram átta klukkustundir, hækkar um hundrað prósent þann 1. janúar. Auka klukkustund kostar frá þeim tíma 6400 krónur á mánuði, auka hálftími 3200 krónur og greiða þarf 1600 krónur fyrir auka korter. 22. desember 2010 12:55 Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
100% hækkun á umframvistun í Garðabæ Gjald fyrir vistun barna á leikskóla í Garðabæ, umfram átta klukkustundir, hækkar um hundrað prósent þann 1. janúar. Auka klukkustund kostar frá þeim tíma 6400 krónur á mánuði, auka hálftími 3200 krónur og greiða þarf 1600 krónur fyrir auka korter. 22. desember 2010 12:55