Innlent

Fjögurra barna faðir í átta mánaða fangelsi

Sumarbústaðir. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Sumarbústaðir. Myndin tengist ekki fréttinni beint.

Fjögurra barna faðir á fertugsaldri var dæmdur í átta mánaða óskilorðsbundið fangelsi í morgun fyrir að brjótast inn í sumarbústað í maí síðastliðnum.

Maðurinn er hættur vímuefnaneyslu en sérstaklega er tekið fram að maðurinn sé fjögurra barna faðir og sé búinn að fara í meðferð. Hann er í fastri vinnu nú.

Maðurinn rauf hinsvegar skilorð með innbrotinu í sumarbústaðinn, sem er í Árnessýslu. Þaðan tók maðurinn meðal annars gullhring ófrjálsri hendi.

Í ljósi þess að maðurinn rauf skilorð var honum gert að afplána dóminn sem gera átta mánuðir í það heila.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×