Innlent

Neyðarnefnd Icelandair glímir við öskuna frá degi til dags

Flugvélar fastar á jörðinni.
Flugvélar fastar á jörðinni. Mynd / Hilmar Bragi vf.is

Sérstök neyðarstjórn Icelandair, sem hittist þrisvar á dag, reynir að halda flugflotanum sem mest á lofti þrátt fyrir eldfjallaösku. Röskun á flugáætlun að undanförnu kostar félagið að jafnaði um fimmtíu milljónir króna á sólarhring.

Svona leit gosmökkurinn út í dag séður úr Vestmannaeyjum en hann náði allt upp í 27 þúsund feta hæð og lagði til austurs. Fyrir stjórnendur flugfélaga þýða svona fréttir bara enn fleiri vökunætur. Þetta er neyðarnefndin hjá Icelandair, lykilmenn sem sjá um endurskipuleggja allar flugferðir út frá nýjustu spám bresku veðurstofunnar um gosmökkinn.

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, segir ekki auðvelt að reka flugfélag við þessar aðstæður. Fyrstu tvær vikurnar hafi til dæmis þurft að breyta flugáætlun 82 sinnum.

Þetta er eins og herráð á stríðstíma, það er fundað þrisvar á sólarhring og æðstu stjórnendur eru með, enda mikið í húfi, og viðsjárverðir tímar hjá flugfélögum. 3-4 þúsund farþegar á dag, og margir æði pirraðir, vilja komast leiðar sinnar, ýmist frá Evrópu eða Ameríku. Þetta er því mikið púsluspil.

Allir vonast til að öskugosinu fari að linna. Eftir röskun í dag lítur morgundaginn betur út. Vonast er til að Keflavíkurflugvöllur verði opinn á morgun en búist við einhverjum lokunum á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×