Þokast í rétta átt á Lundúnafundunum 17. febrúar 2010 05:45 Sendiráð Íslands í Lundúnum Fundir Icesave-samninganefndanna fara fram í íslenska sendiráðinu. mynd/úr safni Heldur meiri bjartsýni gætir hjá íslenskum stjórnvöldum eftir Icesave-fund gærdagsins heldur en eftir fundinn á mánudag. „Þetta gekk í sjálfu sér ágætlega,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi og bætti við að fundurinn í gær hafi „fært þetta áfram“. Steingrímur sagði eftir fundinn á mánudag að Bretar og Hollendingar hefðu ekki verið hrifnir af því sem íslenska samninganefndin bar á borð. Ekki fæst uppgefið hvað fram kom í gær sem breytir tóninum í ráðamönnum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að nýjustu fréttir af samningaviðræðunum veki vonir um árangur. Frekari fundir hafa ekki verið ákveðnir en í dag stendur til að vinna úr því sem fram hefur komið og skiptast á frekari upplýsingum. Steingrímur segist vera vongóður en varar engu síður við of mikilli bjartsýni. Fundir samninganefnda Íslands annars vegar og Bretlands og Hollands hins vegar hafa farið fram í íslenska sendiráðinu í Lundúnum. Fimm manna samninganefnd hefur setið þá fyrir Íslands hönd en henni til aðstoðar eru Kanadamaðurinn Don Johnston, fyrrverandi framkvæmdastjóri OECD, og sérfræðingar ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint og lögmannsstofunnar Ashurst. Að sögn Steingríms hefur nefndin ekki sérstakt erindisbréf upp á vasann en veganesti hennar er skýrt. Eftir því sem næst verður komist hafa Bretar og Hollendingar ekki lagt fram sérstakan samningsramma af sinni hálfu. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að þeir setji það skilyrði að ákvæði EES-samningsins um lágmarksinnstæðutryggingu verði viðurkennt. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fór í gær ítarlega yfir stöðuna í Icesave-málinu með sænskum starfsbróður sínum, Carl Bildt. Gerði hann Bildt grein fyrir nýrri nálgun Íslendinga í málinu. Áður hefur Össur farið yfir málið með utanríkisráðherrum Litháens og Spánar en sá síðarnefndi gegnir formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Össur hefur líka rætt málið við Stefan Fule, nýjan stækkunarstjóra ESB. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Heldur meiri bjartsýni gætir hjá íslenskum stjórnvöldum eftir Icesave-fund gærdagsins heldur en eftir fundinn á mánudag. „Þetta gekk í sjálfu sér ágætlega,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi og bætti við að fundurinn í gær hafi „fært þetta áfram“. Steingrímur sagði eftir fundinn á mánudag að Bretar og Hollendingar hefðu ekki verið hrifnir af því sem íslenska samninganefndin bar á borð. Ekki fæst uppgefið hvað fram kom í gær sem breytir tóninum í ráðamönnum. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að nýjustu fréttir af samningaviðræðunum veki vonir um árangur. Frekari fundir hafa ekki verið ákveðnir en í dag stendur til að vinna úr því sem fram hefur komið og skiptast á frekari upplýsingum. Steingrímur segist vera vongóður en varar engu síður við of mikilli bjartsýni. Fundir samninganefnda Íslands annars vegar og Bretlands og Hollands hins vegar hafa farið fram í íslenska sendiráðinu í Lundúnum. Fimm manna samninganefnd hefur setið þá fyrir Íslands hönd en henni til aðstoðar eru Kanadamaðurinn Don Johnston, fyrrverandi framkvæmdastjóri OECD, og sérfræðingar ráðgjafarfyrirtækisins Hawkpoint og lögmannsstofunnar Ashurst. Að sögn Steingríms hefur nefndin ekki sérstakt erindisbréf upp á vasann en veganesti hennar er skýrt. Eftir því sem næst verður komist hafa Bretar og Hollendingar ekki lagt fram sérstakan samningsramma af sinni hálfu. Heimildir Fréttablaðsins herma þó að þeir setji það skilyrði að ákvæði EES-samningsins um lágmarksinnstæðutryggingu verði viðurkennt. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fór í gær ítarlega yfir stöðuna í Icesave-málinu með sænskum starfsbróður sínum, Carl Bildt. Gerði hann Bildt grein fyrir nýrri nálgun Íslendinga í málinu. Áður hefur Össur farið yfir málið með utanríkisráðherrum Litháens og Spánar en sá síðarnefndi gegnir formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Össur hefur líka rætt málið við Stefan Fule, nýjan stækkunarstjóra ESB. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira