Segir Reykjavíkurborg aðeins vera að tefja lóðaskil 17. febrúar 2010 06:00 Egill Jóhannsson Forstjóri Brimborgar á lóðinni í Lækjamel 1 sem fyrirtækið vildi skila borginni eftir hrunið og fá hana endurgreidda en fær ekki.Fréttablaðið/Anton „Þótt maður vonaði að borgin myndi ekki halda áfram að níðast á fyrirtækjum og einstaklingum sýnist mér að það sé enn stefnan,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Egill vísar hér til orða Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns í Fréttablaðinu í gær um að borgin þyrfti ekki og myndi ekki fara eftir úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og taka aftur við og endurgreiða lóð sem Brimborg fékk á Esjumelum fyrir hrun fjármálakerfisins. „Ummæli borgarlögmanns staðfesta að borgin sé að nýta öll göt í kerfinu til að tefja málið jafnvel þótt hún telji sig á endanum þurfa að borga. Það er náttúrlega óþolandi stjórnsýsla. Sérstaklega er áhugavert að það heyrist ekki múkk í kjörnum fulltrúum sem þurfa væntanlega að staðfesta þessar hugmyndir borgarlögmannsins,“ segir Egill og bendir á að upphaflega hafi það verið Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri sem hafi ákveðið að breyta út af áratuga hefð hjá borginni og hætta að taka við óbyggðum lóðum og endurgreiða þær lóðarréttarhöfum sem þess óskuðu. „Í samtalinu við Fréttablaðið minnist borgarlögmaður aldrei á þá niðurstöðu ráðuneytisins að þarna var í gangi léleg stjórnsýsla með því að jafnræðisregla var brotin,“ segir Egill. „Í svari borgarinnar til ráðuneytisins segir að borgarstjóri hafi ákveðið um mánaðamótin september og október 2008 „að hætta að taka við lóðum og endurgreiða lóðir vegna atvinnuhúsalóða“ sem staðfestir að um var að ræða viðtekna venju.“ Borgarráð staðfesti ákvörðun borgarstjóra 20. nóvember 2008. Þá bendir Egill á að í úrskurði sínum vitni ráðuneytið til álits umboðsmanns Alþingis í öðru máli um að stjórnvöld eigi að tilkynna fyrirfram um breytta stjórnsýsluframkvæmd til að þeir sem málið snerti geti gætt hagsmuna sinna. „Stjórnsýslan getur ekki bara hagað sér eins og henni sýnist,“ segir Egill sem kveður Brimborg þegar hafa ítrekað kröfu sína um endurgreiðslu lóðarinnar á Esjumelum. Í dag standi krafan í um 205 milljónum króna. Fyrirtækið Vídd keypti lóð við Vesturlandsveg á árinu 2007 og hefur ekki fengið hana endurgreidda. Árni Yngvason hjá Vídd segir það áleitna spurningu hvort yfirlýsingar borgarlögmanns séu í nafni og þökk borgarstjórnar eða borgarráðs. „Eru yfirlýsingar borgarlögmannsins í samræmi við formlega ákvörðun kjörinna fulltrúa eða ákvað hann sjálfur, upp á eigin spýtur, að virða úrskurði ráðuneytisins að vettugi?“ spyr Árni. Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, segir úrskurð ráðuneytisins væntanlega verða á dagskrá hjá borgarráði á morgun. Þangað til sé ótímabært að ræða málið. gar@frettabladid.is Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira
„Þótt maður vonaði að borgin myndi ekki halda áfram að níðast á fyrirtækjum og einstaklingum sýnist mér að það sé enn stefnan,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Egill vísar hér til orða Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns í Fréttablaðinu í gær um að borgin þyrfti ekki og myndi ekki fara eftir úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og taka aftur við og endurgreiða lóð sem Brimborg fékk á Esjumelum fyrir hrun fjármálakerfisins. „Ummæli borgarlögmanns staðfesta að borgin sé að nýta öll göt í kerfinu til að tefja málið jafnvel þótt hún telji sig á endanum þurfa að borga. Það er náttúrlega óþolandi stjórnsýsla. Sérstaklega er áhugavert að það heyrist ekki múkk í kjörnum fulltrúum sem þurfa væntanlega að staðfesta þessar hugmyndir borgarlögmannsins,“ segir Egill og bendir á að upphaflega hafi það verið Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri sem hafi ákveðið að breyta út af áratuga hefð hjá borginni og hætta að taka við óbyggðum lóðum og endurgreiða þær lóðarréttarhöfum sem þess óskuðu. „Í samtalinu við Fréttablaðið minnist borgarlögmaður aldrei á þá niðurstöðu ráðuneytisins að þarna var í gangi léleg stjórnsýsla með því að jafnræðisregla var brotin,“ segir Egill. „Í svari borgarinnar til ráðuneytisins segir að borgarstjóri hafi ákveðið um mánaðamótin september og október 2008 „að hætta að taka við lóðum og endurgreiða lóðir vegna atvinnuhúsalóða“ sem staðfestir að um var að ræða viðtekna venju.“ Borgarráð staðfesti ákvörðun borgarstjóra 20. nóvember 2008. Þá bendir Egill á að í úrskurði sínum vitni ráðuneytið til álits umboðsmanns Alþingis í öðru máli um að stjórnvöld eigi að tilkynna fyrirfram um breytta stjórnsýsluframkvæmd til að þeir sem málið snerti geti gætt hagsmuna sinna. „Stjórnsýslan getur ekki bara hagað sér eins og henni sýnist,“ segir Egill sem kveður Brimborg þegar hafa ítrekað kröfu sína um endurgreiðslu lóðarinnar á Esjumelum. Í dag standi krafan í um 205 milljónum króna. Fyrirtækið Vídd keypti lóð við Vesturlandsveg á árinu 2007 og hefur ekki fengið hana endurgreidda. Árni Yngvason hjá Vídd segir það áleitna spurningu hvort yfirlýsingar borgarlögmanns séu í nafni og þökk borgarstjórnar eða borgarráðs. „Eru yfirlýsingar borgarlögmannsins í samræmi við formlega ákvörðun kjörinna fulltrúa eða ákvað hann sjálfur, upp á eigin spýtur, að virða úrskurði ráðuneytisins að vettugi?“ spyr Árni. Óskar Bergsson, formaður borgarráðs, segir úrskurð ráðuneytisins væntanlega verða á dagskrá hjá borgarráði á morgun. Þangað til sé ótímabært að ræða málið. gar@frettabladid.is
Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Sjá meira