Aladdín í gamalli verksmiðju 17. febrúar 2010 01:00 Frá æfingum á Alladín Þorbjörn Óli leikur Alladín. Myndir eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar. myndir/benedikt finnbogi þórðarson Leikfélag Menntaskólans við Sund frumsýnir nýjan söngleik byggðan á hinni klassísku sögu um Aladdín í kvöld kl. 20. Leikstjóri verksins og höfundur leikgerðar er Kolbrún Björt Sigfúsdóttir. „Við byggjum leikgerðina mikið á Disney-myndinni og blöndum saman við söguna úr 1001 nótt," segir Kolbrún. „Þetta er fjölskyldusýning og ekkert blótað, það er sáralítið ofbeldi og ekkert klám. Við notum tónlistina úr myndinni en setjum hana í nýjan búning og svo er mikið dansað. Leikgerð og búningar eru í hefðbundnum stíl, það er allt á sínum stað, Aladdín-buxurnar og andinn í lampanum." Þrjátíu manns taka þátt í uppsetningunni, allt krakkar úr MS nema Kolbrún, danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir og tæknistjórinn Erlingur Grétar Einarsson. Tónlistarstjóri er Albert Hauksson (hann lék Harry Potter í fyrra) og fer fyrir sjö manna bandi. Þorbjörn Óli Árnason leikur Aladdín, Ísold Antonsdóttir leikur Jasmín og Gígja Hilmarsdóttir leikur andann. Fyrirhugaðar eru alls níu sýningar og verður sýnt kl. 20 á laugardags- og sunnudagskvöldum. Panta má miða á aladdin@belja.is eða í síma 6915770. Miðaverð er 2.000 krónur. Sýningin fer fram í Norðurpólnum, sem er ný miðstöð menningar og lista í Bygggörðum 5, úti á Granda. Þar var Borgarprent áður til húsa, en nú er búið að breyta húsnæðinu. Standsettir hafa verið tveir sýningarsalir og tvö rými til æfinga. Margir hafa þegar sýnt húsnæðinu áhuga, meðal annars fimm menntaskólaleikhópar og danshópar og má búast við líflegri listastarfsemi þarna á næstu misserum. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Eistnaflug í Neskaupstað Lífið Stiller í Munda Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira
Leikfélag Menntaskólans við Sund frumsýnir nýjan söngleik byggðan á hinni klassísku sögu um Aladdín í kvöld kl. 20. Leikstjóri verksins og höfundur leikgerðar er Kolbrún Björt Sigfúsdóttir. „Við byggjum leikgerðina mikið á Disney-myndinni og blöndum saman við söguna úr 1001 nótt," segir Kolbrún. „Þetta er fjölskyldusýning og ekkert blótað, það er sáralítið ofbeldi og ekkert klám. Við notum tónlistina úr myndinni en setjum hana í nýjan búning og svo er mikið dansað. Leikgerð og búningar eru í hefðbundnum stíl, það er allt á sínum stað, Aladdín-buxurnar og andinn í lampanum." Þrjátíu manns taka þátt í uppsetningunni, allt krakkar úr MS nema Kolbrún, danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir og tæknistjórinn Erlingur Grétar Einarsson. Tónlistarstjóri er Albert Hauksson (hann lék Harry Potter í fyrra) og fer fyrir sjö manna bandi. Þorbjörn Óli Árnason leikur Aladdín, Ísold Antonsdóttir leikur Jasmín og Gígja Hilmarsdóttir leikur andann. Fyrirhugaðar eru alls níu sýningar og verður sýnt kl. 20 á laugardags- og sunnudagskvöldum. Panta má miða á aladdin@belja.is eða í síma 6915770. Miðaverð er 2.000 krónur. Sýningin fer fram í Norðurpólnum, sem er ný miðstöð menningar og lista í Bygggörðum 5, úti á Granda. Þar var Borgarprent áður til húsa, en nú er búið að breyta húsnæðinu. Standsettir hafa verið tveir sýningarsalir og tvö rými til æfinga. Margir hafa þegar sýnt húsnæðinu áhuga, meðal annars fimm menntaskólaleikhópar og danshópar og má búast við líflegri listastarfsemi þarna á næstu misserum. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið RIFF kvikmyndakviss Bíó og sjónvarp Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Eistnaflug í Neskaupstað Lífið Stiller í Munda Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Sjá meira