Að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Sigurður Líndal skrifar 14. janúar 2010 06:00 Síðustu daga hafa dunið á okkur yfirlýsingar frá ýmsum ráðherrum Norðurlanda um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem merkir einfaldlega að íslenzka ríkið ábyrgist greiðslur vegna Icesave-skulda sem brezka og hollenzka ríkið hafi greitt þarlendum innistæðueigendum og og vilji nú að íslenzka ríkið standi þeim skil á. Þessu fylgja síðan hótanir um að Íslendingum verði öðrum kosti vísað úr samfélagi þjóðanna með hörmulegum efnahagslegum afleiðingum. Undir þetta hafa síðan tekið nokkrir Íslendingar, jafnvel þeir sem ættu að vera í fyrirsvari fyrir þjóðina. Nú hefur það verið ítrekað oftar en tölu verði á komið að tilteknir einstaklingar hafa stofnað til þessara skulda, en ekki íslenzka ríkið og því síður þjóðin sem heild. Ef ríkið ætti að ábyrgjast slíkar skuldir – að ekki sé minnzt á þungar og ófyrirsjáanlegar byrðar næstu kynslóða – yrði það að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið vakin athygli á þessu og farið hafi verið fram á nánari skýringar, hefur það ekki náð eyrum Norðurlandahöfðingja. Þá hafa Bretar og Hollendingar hafnað allri dómsmeðferð í hvaða formi sem er til þess að fá úr því skorið hvort slík skylda sé yfirleitt fyrir hendi og ef hún teldist vera, þá að hvaða marki. En viðbrögðin frá Norðurlöndum hafa birzt í endurteknum yfirlýsingum um að Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar, en nánari skýringar láta á sér standa. Nú má vera að höfðingjar Norðurlanda telji sig hafa annað við tímann að gera en svara því sem þeir telja greinilega raus íslenzkra lögfræðinga, blaðamanna og þingmanna og þá verður við það að sitja. En nú mætti ætla að málið væri komið á annað stig. Þegar forseti hafði synjað síðari Icesave-lögunum (lögum nr.1/2010) staðfestingar hélt Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra utan á fund starfsbræðra sinna á Norðurlöndum. Ætla verður að hann hafi innt þá nánari skýringar á afstöðu þeirra til Íslendinga og þá sérstaklega því við hvaða réttarheimildir yfirlýsingar þeirra styðjist um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þessu Icesave-máli. Ennfremur má ætla að hann hefði óskað skýringa á stuðningi þeirra við afstöðu Breta og Hollendinga að hafna allri dómsmeðferð til að varpa ljósi á réttarstöðu Íslendinga. Gera verður ráð fyrir að viðmælendur ráðherrans hafi virt hann svars og þá sýnist mér eðlilegt að hann geri grein fyrir röksemdum Norðurlandaráðherranna fyrir þessum ítrekuðu fullyrðingum. Nú birtast á hverjum degi greinar og viðtöl við valinkunna menn sem halda því fram að engar eða í mesta lagi takmarkaðar skuldbindingar hvíli á Íslendingum til að greiða Icesave-skuldirnar. En viðbrögð frá Norðurlöndum eru sem fyrr órökstuddar fullyrðingar um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Kannski Steingrímur fjármálaráðherra bæti úr og færi okkur röksemdir viðmælenda sinna. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Halldór 02.08.2025 Halldór Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa dunið á okkur yfirlýsingar frá ýmsum ráðherrum Norðurlanda um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem merkir einfaldlega að íslenzka ríkið ábyrgist greiðslur vegna Icesave-skulda sem brezka og hollenzka ríkið hafi greitt þarlendum innistæðueigendum og og vilji nú að íslenzka ríkið standi þeim skil á. Þessu fylgja síðan hótanir um að Íslendingum verði öðrum kosti vísað úr samfélagi þjóðanna með hörmulegum efnahagslegum afleiðingum. Undir þetta hafa síðan tekið nokkrir Íslendingar, jafnvel þeir sem ættu að vera í fyrirsvari fyrir þjóðina. Nú hefur það verið ítrekað oftar en tölu verði á komið að tilteknir einstaklingar hafa stofnað til þessara skulda, en ekki íslenzka ríkið og því síður þjóðin sem heild. Ef ríkið ætti að ábyrgjast slíkar skuldir – að ekki sé minnzt á þungar og ófyrirsjáanlegar byrðar næstu kynslóða – yrði það að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið vakin athygli á þessu og farið hafi verið fram á nánari skýringar, hefur það ekki náð eyrum Norðurlandahöfðingja. Þá hafa Bretar og Hollendingar hafnað allri dómsmeðferð í hvaða formi sem er til þess að fá úr því skorið hvort slík skylda sé yfirleitt fyrir hendi og ef hún teldist vera, þá að hvaða marki. En viðbrögðin frá Norðurlöndum hafa birzt í endurteknum yfirlýsingum um að Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar, en nánari skýringar láta á sér standa. Nú má vera að höfðingjar Norðurlanda telji sig hafa annað við tímann að gera en svara því sem þeir telja greinilega raus íslenzkra lögfræðinga, blaðamanna og þingmanna og þá verður við það að sitja. En nú mætti ætla að málið væri komið á annað stig. Þegar forseti hafði synjað síðari Icesave-lögunum (lögum nr.1/2010) staðfestingar hélt Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra utan á fund starfsbræðra sinna á Norðurlöndum. Ætla verður að hann hafi innt þá nánari skýringar á afstöðu þeirra til Íslendinga og þá sérstaklega því við hvaða réttarheimildir yfirlýsingar þeirra styðjist um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þessu Icesave-máli. Ennfremur má ætla að hann hefði óskað skýringa á stuðningi þeirra við afstöðu Breta og Hollendinga að hafna allri dómsmeðferð til að varpa ljósi á réttarstöðu Íslendinga. Gera verður ráð fyrir að viðmælendur ráðherrans hafi virt hann svars og þá sýnist mér eðlilegt að hann geri grein fyrir röksemdum Norðurlandaráðherranna fyrir þessum ítrekuðu fullyrðingum. Nú birtast á hverjum degi greinar og viðtöl við valinkunna menn sem halda því fram að engar eða í mesta lagi takmarkaðar skuldbindingar hvíli á Íslendingum til að greiða Icesave-skuldirnar. En viðbrögð frá Norðurlöndum eru sem fyrr órökstuddar fullyrðingar um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Kannski Steingrímur fjármálaráðherra bæti úr og færi okkur röksemdir viðmælenda sinna. Höfundur er lagaprófessor.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun