Að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Sigurður Líndal skrifar 14. janúar 2010 06:00 Síðustu daga hafa dunið á okkur yfirlýsingar frá ýmsum ráðherrum Norðurlanda um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem merkir einfaldlega að íslenzka ríkið ábyrgist greiðslur vegna Icesave-skulda sem brezka og hollenzka ríkið hafi greitt þarlendum innistæðueigendum og og vilji nú að íslenzka ríkið standi þeim skil á. Þessu fylgja síðan hótanir um að Íslendingum verði öðrum kosti vísað úr samfélagi þjóðanna með hörmulegum efnahagslegum afleiðingum. Undir þetta hafa síðan tekið nokkrir Íslendingar, jafnvel þeir sem ættu að vera í fyrirsvari fyrir þjóðina. Nú hefur það verið ítrekað oftar en tölu verði á komið að tilteknir einstaklingar hafa stofnað til þessara skulda, en ekki íslenzka ríkið og því síður þjóðin sem heild. Ef ríkið ætti að ábyrgjast slíkar skuldir – að ekki sé minnzt á þungar og ófyrirsjáanlegar byrðar næstu kynslóða – yrði það að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið vakin athygli á þessu og farið hafi verið fram á nánari skýringar, hefur það ekki náð eyrum Norðurlandahöfðingja. Þá hafa Bretar og Hollendingar hafnað allri dómsmeðferð í hvaða formi sem er til þess að fá úr því skorið hvort slík skylda sé yfirleitt fyrir hendi og ef hún teldist vera, þá að hvaða marki. En viðbrögðin frá Norðurlöndum hafa birzt í endurteknum yfirlýsingum um að Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar, en nánari skýringar láta á sér standa. Nú má vera að höfðingjar Norðurlanda telji sig hafa annað við tímann að gera en svara því sem þeir telja greinilega raus íslenzkra lögfræðinga, blaðamanna og þingmanna og þá verður við það að sitja. En nú mætti ætla að málið væri komið á annað stig. Þegar forseti hafði synjað síðari Icesave-lögunum (lögum nr.1/2010) staðfestingar hélt Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra utan á fund starfsbræðra sinna á Norðurlöndum. Ætla verður að hann hafi innt þá nánari skýringar á afstöðu þeirra til Íslendinga og þá sérstaklega því við hvaða réttarheimildir yfirlýsingar þeirra styðjist um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þessu Icesave-máli. Ennfremur má ætla að hann hefði óskað skýringa á stuðningi þeirra við afstöðu Breta og Hollendinga að hafna allri dómsmeðferð til að varpa ljósi á réttarstöðu Íslendinga. Gera verður ráð fyrir að viðmælendur ráðherrans hafi virt hann svars og þá sýnist mér eðlilegt að hann geri grein fyrir röksemdum Norðurlandaráðherranna fyrir þessum ítrekuðu fullyrðingum. Nú birtast á hverjum degi greinar og viðtöl við valinkunna menn sem halda því fram að engar eða í mesta lagi takmarkaðar skuldbindingar hvíli á Íslendingum til að greiða Icesave-skuldirnar. En viðbrögð frá Norðurlöndum eru sem fyrr órökstuddar fullyrðingar um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Kannski Steingrímur fjármálaráðherra bæti úr og færi okkur röksemdir viðmælenda sinna. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa dunið á okkur yfirlýsingar frá ýmsum ráðherrum Norðurlanda um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem merkir einfaldlega að íslenzka ríkið ábyrgist greiðslur vegna Icesave-skulda sem brezka og hollenzka ríkið hafi greitt þarlendum innistæðueigendum og og vilji nú að íslenzka ríkið standi þeim skil á. Þessu fylgja síðan hótanir um að Íslendingum verði öðrum kosti vísað úr samfélagi þjóðanna með hörmulegum efnahagslegum afleiðingum. Undir þetta hafa síðan tekið nokkrir Íslendingar, jafnvel þeir sem ættu að vera í fyrirsvari fyrir þjóðina. Nú hefur það verið ítrekað oftar en tölu verði á komið að tilteknir einstaklingar hafa stofnað til þessara skulda, en ekki íslenzka ríkið og því síður þjóðin sem heild. Ef ríkið ætti að ábyrgjast slíkar skuldir – að ekki sé minnzt á þungar og ófyrirsjáanlegar byrðar næstu kynslóða – yrði það að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið vakin athygli á þessu og farið hafi verið fram á nánari skýringar, hefur það ekki náð eyrum Norðurlandahöfðingja. Þá hafa Bretar og Hollendingar hafnað allri dómsmeðferð í hvaða formi sem er til þess að fá úr því skorið hvort slík skylda sé yfirleitt fyrir hendi og ef hún teldist vera, þá að hvaða marki. En viðbrögðin frá Norðurlöndum hafa birzt í endurteknum yfirlýsingum um að Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar, en nánari skýringar láta á sér standa. Nú má vera að höfðingjar Norðurlanda telji sig hafa annað við tímann að gera en svara því sem þeir telja greinilega raus íslenzkra lögfræðinga, blaðamanna og þingmanna og þá verður við það að sitja. En nú mætti ætla að málið væri komið á annað stig. Þegar forseti hafði synjað síðari Icesave-lögunum (lögum nr.1/2010) staðfestingar hélt Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra utan á fund starfsbræðra sinna á Norðurlöndum. Ætla verður að hann hafi innt þá nánari skýringar á afstöðu þeirra til Íslendinga og þá sérstaklega því við hvaða réttarheimildir yfirlýsingar þeirra styðjist um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þessu Icesave-máli. Ennfremur má ætla að hann hefði óskað skýringa á stuðningi þeirra við afstöðu Breta og Hollendinga að hafna allri dómsmeðferð til að varpa ljósi á réttarstöðu Íslendinga. Gera verður ráð fyrir að viðmælendur ráðherrans hafi virt hann svars og þá sýnist mér eðlilegt að hann geri grein fyrir röksemdum Norðurlandaráðherranna fyrir þessum ítrekuðu fullyrðingum. Nú birtast á hverjum degi greinar og viðtöl við valinkunna menn sem halda því fram að engar eða í mesta lagi takmarkaðar skuldbindingar hvíli á Íslendingum til að greiða Icesave-skuldirnar. En viðbrögð frá Norðurlöndum eru sem fyrr órökstuddar fullyrðingar um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Kannski Steingrímur fjármálaráðherra bæti úr og færi okkur röksemdir viðmælenda sinna. Höfundur er lagaprófessor.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun