Lífið

Ólafur Darri með Balta í Hollywood

Ólafur Darri leikur lítið hlutverk í Hollywood-kvikmyndinni Contraband sem Baltasar Kormákur leikstýrir.Fréttablaðið/Valli
Ólafur Darri leikur lítið hlutverk í Hollywood-kvikmyndinni Contraband sem Baltasar Kormákur leikstýrir.Fréttablaðið/Valli
Ólafur Darri Ólafsson hefur hreppt lítið hlutverk í Hollywood-kvikmyndinni Contraband sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Meðal mótleikara Ólafs í myndinni eru þau Kate Beckinsale og Mark Wahlberg en myndin er endurgerð á hinni íslensku Reykjavik-Rotterdam.

„Ég hlakka alveg rosalega mikið til, ég er búinn að tala við Þjóðleikhúsið og Tinna Gunnlaugs var meira en lítið reiðubúin til að greiða götu mína. Það er ekki amalegt þegar maður hefur svona mikið af velviljuðu fólki í kringum sig,“ segir hann.

Ólafur mun leika vélstjóra í myndinni og fær nokkrar línur. Baltasar sjálfur vísar því hins vegar á bug að Ólafur hafi fengið hlutverkið í gegnum einhvern klíkuskap. „Hann fór bara með þetta í gegnum umboðsmanninn sinn í London og mætti síðan í prufur og þeir úti í Bandaríkjunum voru það hrifnir af honum að þeir létu hann hafa hlutverkið,“ segir Baltasar. Ólafur Darri er hins vegar ekki alveg jafn viss og telur nokkuð víst að ef Balti hefði ekki setið í leikstjórastólnum hefði hlutverkið fallið einhverjum öðrum í skaut.

Ólafur segir það alltaf hafa verið draum hjá sér að prófa Hollywood, og sjá hvernig svona stór framleiðsla fari fram. „Það verður ekkert verra að fá að upplifa þetta með Baltasar. Ég var einmitt að rifja þetta upp um daginn að við erum búnir að gera saman fjögur leikrit og þetta verður fimmta bíómyndin okkar,“ segir Ólafur sem fer út um miðjan janúar. - fggFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.