Jóhanna gefur Steingrími svigrúm til að róa órólegu deildina Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. desember 2010 18:55 Forsætisráðherra er þess fullviss að ríkisstjórnin nái að klára erfið mál eins og Icesave í þinginu þrátt fyrir hjásetu órólegu deildarinnar í VG, enda sé hún með meirihluta. Hún vill gefa Steingrími frið til að laga ástandið í eigin flokki. Þingflokkur Vinstri grænna logar í illdeildum en þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga hinn 16. desember og gáfu út sérstaka yfirlýsingu í kjölfarið. Þá skrifaði starfandi þingflokksmaður harðorða greinargerð þar sem hann hrakti lið fyrir lið ástæður þremenninganna fyrir hjásetunni. Eftir þetta fóru af stað fréttir um að bjóða ætti Framsóknarflokknum að styrkja ríkisstjórnarsamstarfið, enda voru fjárlögin aðeins samþykkt með 31 atkvæði. Og óvissa um stuðning a.m.k eins af þremenningunum í öðrum málum. Samstarf við Framsókn „jólasaga" „Ég held að þetta sé ein af þessum jólasögum sem ganga og það hefur ekkert verið rætt af hálfu forystunnar við neina hjá Framsóknarflokknum. Ég vil vekja athygli á því að við erum með meirihluta þrátt fyrir að óvissa sé um þrjá þingmenn hjá Vinstri grænum. Auðvitað hefur meirihlutinn veikst, og Vinstri grænir og formaður flokksins hefur beðið um svigrúm til að fara yfir baklandið í sínum flokki," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Formaðurinn er með sinn fund 4. eða 5. janúar og þar ætla þeir að fara yfir stöðuna og við skulum vona að þeir komi samhentir út úr þessum fundi. En það er ekkert hæft í því að við séum að leita til annarra flokka." Nokkur erfið mál bíða afgreiðslu þingsins, þar á meðal Icesave-málið, nú í janúar. Hefurðu trú á því að ykkur takist að ná því máli í gegn með öruggum meirihluta? „Já, ég hef það. Við vitum hvernig að þessu máli hefur verið staðið. Það hafa allir flokkarnir staðið að þessu máli á þessu ári. Það vita allir að það er góður samningur á borðinu þannig að ég hef enga trú á öðru heldur en að sá samningur verði samþykktur," segir forsætisráðherra. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Forsætisráðherra er þess fullviss að ríkisstjórnin nái að klára erfið mál eins og Icesave í þinginu þrátt fyrir hjásetu órólegu deildarinnar í VG, enda sé hún með meirihluta. Hún vill gefa Steingrími frið til að laga ástandið í eigin flokki. Þingflokkur Vinstri grænna logar í illdeildum en þrír þingmenn sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga hinn 16. desember og gáfu út sérstaka yfirlýsingu í kjölfarið. Þá skrifaði starfandi þingflokksmaður harðorða greinargerð þar sem hann hrakti lið fyrir lið ástæður þremenninganna fyrir hjásetunni. Eftir þetta fóru af stað fréttir um að bjóða ætti Framsóknarflokknum að styrkja ríkisstjórnarsamstarfið, enda voru fjárlögin aðeins samþykkt með 31 atkvæði. Og óvissa um stuðning a.m.k eins af þremenningunum í öðrum málum. Samstarf við Framsókn „jólasaga" „Ég held að þetta sé ein af þessum jólasögum sem ganga og það hefur ekkert verið rætt af hálfu forystunnar við neina hjá Framsóknarflokknum. Ég vil vekja athygli á því að við erum með meirihluta þrátt fyrir að óvissa sé um þrjá þingmenn hjá Vinstri grænum. Auðvitað hefur meirihlutinn veikst, og Vinstri grænir og formaður flokksins hefur beðið um svigrúm til að fara yfir baklandið í sínum flokki," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Formaðurinn er með sinn fund 4. eða 5. janúar og þar ætla þeir að fara yfir stöðuna og við skulum vona að þeir komi samhentir út úr þessum fundi. En það er ekkert hæft í því að við séum að leita til annarra flokka." Nokkur erfið mál bíða afgreiðslu þingsins, þar á meðal Icesave-málið, nú í janúar. Hefurðu trú á því að ykkur takist að ná því máli í gegn með öruggum meirihluta? „Já, ég hef það. Við vitum hvernig að þessu máli hefur verið staðið. Það hafa allir flokkarnir staðið að þessu máli á þessu ári. Það vita allir að það er góður samningur á borðinu þannig að ég hef enga trú á öðru heldur en að sá samningur verði samþykktur," segir forsætisráðherra. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira