Óttast um heilsuna vegna sorpbrennslu 30. desember 2010 06:30 Steingrímur Jónsson bóndi Matvælastofnun segir að eitrun í mjólk hafi líklegast borist í skepnur á bænum með reyk sem mengaði vatn eða fóður. Magn eiturefna sem mældist í mjólk frá bænum voru ekki mikið yfir viðmiðunarmörkum. Mynd/halldór sveinbjörnsson Steingrímur Jónsson, bóndi á Efri-Engidal í Skutulsfirði, óttast að áralöng reykmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa hafi skaðað heilsu heimilisfólksins á bænum. Hann óttast jafnframt að þurfa að bregða búi vegna eitrunar í jarðvegi og á annað hundrað ára fjölskyldusögu á jörðinni ljúki þar með. „Við óttumst um okkar heilsu og læknirinn okkar er með þetta á sinni könnu,“ segir Steingrímur. „Við erum búin að drekka þessa menguðu mjólk alla tíð og borða kjöt af okkar skepnum. Svo höfum við andað þessu að okkur en það á auðvitað við um miklu fleiri en okkur. Það eru fyrirtæki nær sorpbrennslustöðinni en við.“ Um miðjan desember greindust þrávirk aðskotaefni yfir leyfilegum mörkum í mjólkursýni frá Efri-Engidal. Jörðin er í um kílómetra fjarlægð frá sorpbrennslustöðinni. Af öryggisástæðum var vinnsla mjólkur á bænum, og dreifing afurða sem rekja mátti þangað, stöðvuð að kröfu Matvælastofnunar sem fer með málið. „Þetta er mjög alvarlegt, en við verðum að vona það besta,“ segir Steingrímur. „Mér hefur aldrei litist á nágrannann en þótt mig hafi grunað að einhver mengun hlyti að vera í reyknum, sem oft fyllti dalinn, grunaði mig aldrei að þetta væri svona alvarlegt. Það er ómögulegt að vita hversu lengi þessar gufur hafa verið svona eitraðar. Ég hef líka áhyggjur af því að þurfa að bregða búi því þungmálmar setjast í jarðveg.“ Á vef Matvælastofnunar segir að efnin sem um ræðir, díoxín og díoxínlík PCB-efni, séu sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa þeirra á umhverfið og heilsu almennings. Þau hafi ekki áhrif á heilsu fólks samstundis, en geti valdið vandamálum ef þau berist í líkamann í talsverðu magni yfir langt tímabil. Þau brotna hægt niður í náttúrunni og safnast þar af leiðandi upp í fituvefjum manna og dýra. Steingrímur hefur engar upplýsingar um það hvernig honum verður bættur skaðinn ef allt fer á versta veg. Fyrst um sinn greiðir Mjólkursamsalan á Ísafirði honum fyrir þá mjólk sem hann hellir niður. Á bænum eru sautján mjólkandi kýr og sjötíu kindur. Steingrímur útilokar ekki að bústofn hans verði felldur, en bíður frekari niðurstaðna úr sýnatökum frá útlöndum sem skera úr um hversu alvarleg eitrunin er. svavar@frettabladid.is Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
Steingrímur Jónsson, bóndi á Efri-Engidal í Skutulsfirði, óttast að áralöng reykmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa hafi skaðað heilsu heimilisfólksins á bænum. Hann óttast jafnframt að þurfa að bregða búi vegna eitrunar í jarðvegi og á annað hundrað ára fjölskyldusögu á jörðinni ljúki þar með. „Við óttumst um okkar heilsu og læknirinn okkar er með þetta á sinni könnu,“ segir Steingrímur. „Við erum búin að drekka þessa menguðu mjólk alla tíð og borða kjöt af okkar skepnum. Svo höfum við andað þessu að okkur en það á auðvitað við um miklu fleiri en okkur. Það eru fyrirtæki nær sorpbrennslustöðinni en við.“ Um miðjan desember greindust þrávirk aðskotaefni yfir leyfilegum mörkum í mjólkursýni frá Efri-Engidal. Jörðin er í um kílómetra fjarlægð frá sorpbrennslustöðinni. Af öryggisástæðum var vinnsla mjólkur á bænum, og dreifing afurða sem rekja mátti þangað, stöðvuð að kröfu Matvælastofnunar sem fer með málið. „Þetta er mjög alvarlegt, en við verðum að vona það besta,“ segir Steingrímur. „Mér hefur aldrei litist á nágrannann en þótt mig hafi grunað að einhver mengun hlyti að vera í reyknum, sem oft fyllti dalinn, grunaði mig aldrei að þetta væri svona alvarlegt. Það er ómögulegt að vita hversu lengi þessar gufur hafa verið svona eitraðar. Ég hef líka áhyggjur af því að þurfa að bregða búi því þungmálmar setjast í jarðveg.“ Á vef Matvælastofnunar segir að efnin sem um ræðir, díoxín og díoxínlík PCB-efni, séu sérstakt áhyggjuefni vegna áhrifa þeirra á umhverfið og heilsu almennings. Þau hafi ekki áhrif á heilsu fólks samstundis, en geti valdið vandamálum ef þau berist í líkamann í talsverðu magni yfir langt tímabil. Þau brotna hægt niður í náttúrunni og safnast þar af leiðandi upp í fituvefjum manna og dýra. Steingrímur hefur engar upplýsingar um það hvernig honum verður bættur skaðinn ef allt fer á versta veg. Fyrst um sinn greiðir Mjólkursamsalan á Ísafirði honum fyrir þá mjólk sem hann hellir niður. Á bænum eru sautján mjólkandi kýr og sjötíu kindur. Steingrímur útilokar ekki að bústofn hans verði felldur, en bíður frekari niðurstaðna úr sýnatökum frá útlöndum sem skera úr um hversu alvarleg eitrunin er. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira