Innlent

Flugeldum stolið úr rammgerum gámi

Brotist var inn í flugeldamarkað í Höfðahverfi í Reykjavík, en markaðurinn er í stórum rammgerum gámi. Þjófarnir beittu grjóti og líklega kúbeini til að komast inn. Í fljótu bragði virðist sem þeir hafi stolið litlu, en mikið af skoteldum er í gámnum og sprengihætta mikil. Þjófarnir komust undan og verður gæsla við gáminn væntanlega efld.

Þá var brotist inn í verslun við neðanverðan Laugaveginn i Reykjavík og þaðan stolið vörum. Lögregla var snögg á vettvang og náði að hlaupa þjófinn uppi og grípa hann með þýfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×