Guðlagur G. Sverrisson: Orkuveitan og kosningabaráttan 30. apríl 2010 09:15 Umræða um málefni Orkuveitu Reykjavíkur er farin að bera keim af kosningunum framundan. Upplýsingum, sem frambjóðendur telja sér til framdráttar, er haldið á lofti án samhengis við nokkuð annað í rekstri fyrirtækisins eða rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja almennt. Af þeim toga eru vígorð um aukningu skulda Orkuveitunnar. Þær eru vitaskuld viðfangsefni sem reglulega er á borði stjórnar fyrirtækisins og hjá OR sem og hjá Reykjavíkurborg stendur yfir fagleg vinna við að meta stöðuna og áhættuna í okkar síkvika rekstrarumhverfi.Hér er í stuttu máli farið yfir máefni OR í samhengi við fleiri lykilstærðir rekstursins, s.s. aukningu eigna, verðmæti langtímasamninga og afgjald til eigenda í gegnum tíðina.Ástæða þess að OR hefur tekið langtímalán í erlendum gjaldmiðlum er einfaldlega sú að vextir af þeim eru brot af þeim vöxtum sem lagðir eru á íslenskar krónur. Nærri lætur að erlendur fjármagnskostnaður OR sé jafn og ef íslensk lán hefðu verið tekin, þrátt fyrir gengishrunið. Öll styrking krónunnar frá því sem nú er gerir því erlendu lánin hagstæðari að öðru óbreyttu. Almenningur getur fylgst býsna vel með þróun skuldastöðu OR. Ársreikningur liggur fyrir og gengi íslensku krónunnar má lesa t.d. á vef Seðlabanka Íslands.Eignir OR hafa aukist mikið enda hafa lánin verið tekin til fjárfestinga í traustum tekjuskapandi eignum. Sé sama mælikvarða beitt á eignir og í upphrópunum um skuldir, þ.e. íslenskar krónur á verðlagi hvers árs, hafa þær meira en fimmfaldast frá stofnun OR; farið úr 42 milljarða verðmati í 282 milljarða króna. Í þessari tölu eru langtímasamningar um orku í erlendri mynt ekki taldir nema að óverulegu leyti. Þeir eru metnir á um 180 milljarða króna. Á sama mælikvarða hefur framlegð Orkuveitu Reykjavíkur aukist úr 2,1 milljarði króna 1999 í 13 milljarða 2009, þ.e. meira en sexfaldast.Í þessum tölum gætir vitaskuld verðbólguáhrifa en á sama tíma og eignir og framlegð hafa vaxið með þessum hraða, hefur verð á orku ekki haldið í við verðbólgu og skiptir tugum prósenta hvað almenningur greiðir lægra raunverð en fyrir áratug.Loks er rétt að halda því til haga að meðan á uppbyggingu fyrirtækisins hefur staðið, hefur það greitt verulega fjármuni til sveitarfélaganna sem eiga fyrirtækið og axla með eignarhaldi sínu ábyrgð á rekstri og þjónustu við viðskiptavini langt út fyrir mörk þeirra. Afgjald til eigenda hefur ekki verið tengt afkomu hvers árs. Þannig jafnast sveiflur góðæra og hallæra út í greiðslum til eigenda. Það dæmalausa ástand sem nú er uppi hefur þó leitt til helmings niðurskurðar á afgjaldinu árin 2009 og 2010. Ef reiknað er til núvirðis greiðir Orkuveita Reykjavíkur til eigenda sinna samtals 33 milljarða króna á árunum 1999 til 2010. Það eru um 2,6 milljarðar á ári að jafnaði og hefur margt gott verkefnið verið unnið fyrir það fé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Umræða um málefni Orkuveitu Reykjavíkur er farin að bera keim af kosningunum framundan. Upplýsingum, sem frambjóðendur telja sér til framdráttar, er haldið á lofti án samhengis við nokkuð annað í rekstri fyrirtækisins eða rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja almennt. Af þeim toga eru vígorð um aukningu skulda Orkuveitunnar. Þær eru vitaskuld viðfangsefni sem reglulega er á borði stjórnar fyrirtækisins og hjá OR sem og hjá Reykjavíkurborg stendur yfir fagleg vinna við að meta stöðuna og áhættuna í okkar síkvika rekstrarumhverfi.Hér er í stuttu máli farið yfir máefni OR í samhengi við fleiri lykilstærðir rekstursins, s.s. aukningu eigna, verðmæti langtímasamninga og afgjald til eigenda í gegnum tíðina.Ástæða þess að OR hefur tekið langtímalán í erlendum gjaldmiðlum er einfaldlega sú að vextir af þeim eru brot af þeim vöxtum sem lagðir eru á íslenskar krónur. Nærri lætur að erlendur fjármagnskostnaður OR sé jafn og ef íslensk lán hefðu verið tekin, þrátt fyrir gengishrunið. Öll styrking krónunnar frá því sem nú er gerir því erlendu lánin hagstæðari að öðru óbreyttu. Almenningur getur fylgst býsna vel með þróun skuldastöðu OR. Ársreikningur liggur fyrir og gengi íslensku krónunnar má lesa t.d. á vef Seðlabanka Íslands.Eignir OR hafa aukist mikið enda hafa lánin verið tekin til fjárfestinga í traustum tekjuskapandi eignum. Sé sama mælikvarða beitt á eignir og í upphrópunum um skuldir, þ.e. íslenskar krónur á verðlagi hvers árs, hafa þær meira en fimmfaldast frá stofnun OR; farið úr 42 milljarða verðmati í 282 milljarða króna. Í þessari tölu eru langtímasamningar um orku í erlendri mynt ekki taldir nema að óverulegu leyti. Þeir eru metnir á um 180 milljarða króna. Á sama mælikvarða hefur framlegð Orkuveitu Reykjavíkur aukist úr 2,1 milljarði króna 1999 í 13 milljarða 2009, þ.e. meira en sexfaldast.Í þessum tölum gætir vitaskuld verðbólguáhrifa en á sama tíma og eignir og framlegð hafa vaxið með þessum hraða, hefur verð á orku ekki haldið í við verðbólgu og skiptir tugum prósenta hvað almenningur greiðir lægra raunverð en fyrir áratug.Loks er rétt að halda því til haga að meðan á uppbyggingu fyrirtækisins hefur staðið, hefur það greitt verulega fjármuni til sveitarfélaganna sem eiga fyrirtækið og axla með eignarhaldi sínu ábyrgð á rekstri og þjónustu við viðskiptavini langt út fyrir mörk þeirra. Afgjald til eigenda hefur ekki verið tengt afkomu hvers árs. Þannig jafnast sveiflur góðæra og hallæra út í greiðslum til eigenda. Það dæmalausa ástand sem nú er uppi hefur þó leitt til helmings niðurskurðar á afgjaldinu árin 2009 og 2010. Ef reiknað er til núvirðis greiðir Orkuveita Reykjavíkur til eigenda sinna samtals 33 milljarða króna á árunum 1999 til 2010. Það eru um 2,6 milljarðar á ári að jafnaði og hefur margt gott verkefnið verið unnið fyrir það fé.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar