Innlent

Valt í Ísafjarðardjúpi

Maðurinn var fluttur á Hólmavík en er lítið meiddur.
Maðurinn var fluttur á Hólmavík en er lítið meiddur.

Ökumaður á stórum flutningabíl slapp ótrúlega lítið meiddur, að sögn lögreglu, þegar bíll hans fór út af veginum við innanvert Ísafjarðardjúp seint í gærkvöldi.

Bíllinn, sem er dráttarbíll með tengivagni, skall utan í klett, og stór skemmdist , auk þess sem hlið dráttarvagnsins rifnaði upp.

Ökumaðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina í Hólmavík, en bíllinn er enn á vettvangi. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en ekki var hálka þar sem það varð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×