Innlent

Askan breyttist í gler og flagnaði af hreyflunum

Nýsköpunarmiðstöð Íslands kynnti í dag niðurstöðu rannsóknar um áhrif eldfjallaösku úr Eyjafjallajökli á þotuhreyfla.

Teymi sérfræðinga frá NMÍ, HÍ, HR og stálsmiðjunni Málmey kom að rannsókninni auk tveggja flugvirkja. Einnig safnaði Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri ösku fyrir rannsóknarteymið.

100 þúsund flugferðir voru lagðar niður um allan heim í apríl síðastliðnum og hafði það gríðarleg áhrif á líf tugmilljóna manna. Þetta er fyrsta staðprófunin á áhrifum gosöskunnar sem gerð er í heiminum og fæst með henni aukin þekking á áhrifum gosösku á þotuhreyfla.

Þá birtir hið virta tímarit New Scientist birtir í dag fréttagrein og myndband um íslensku rannsóknina. Skýrslu til Flugmálastjórnar má síðan finna í heild hér.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands setti saman myndbandið í samvinnu við Lífsmynd og Ara Trausta Guðmundsson. Hægt er að sjá það stærra á sjónvarpssíðu Vísis undir liðnum Fréttir. Þar er einnig að finna magnað myndband af eldgosinu sjálfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×