Innlent

Tíu þorp skoluðust á haf út

Yfir eitt hundrað manns eru látnir og 500 er saknað eftir að flóðbylgja skall á eyjaklasa í Indónesíu á mánudag. Flóðbylgjan fylgdi jarðskjálfta sem mældist 7,7 stig á Richter-kvarða.

Vont veður hefur komið í veg fyrir að björgunarsveitir komist til hamfarasvæðanna. Miklar rigningar gera þyrlusveitum ókleift að fara í loftið og bátar komast ekki til nauðstaddra þar sem hafnir eru ónýtar. Þá liggja fjarskipti að mestu niðri. Björgunarsveitir gera sér vonir um að hluti þeirra 500 sem saknað er hafi náð að flýja til fjalls og bíði þess að aðstoð berist.

Hamfarirnar koma á sama tíma og þúsundir manna eru fluttar brott vegna eldgoss í fjallinu Merapi á Jövu í Indónesíu sem hófst í gær. Þar hafa átján farist. Óttast er að gríðarlega stórt sprengigos sé yfirvofandi í fjallinu. Atburðirnir tveir, flóðbylgjan og eldgosið, tengjast ekki, segja sérfræðingar í Indónesíu. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×