Innlent

Reykjavíkurborg ætlar að taka á móti flóttamönnum frá Haítí

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jórunn Frímannsdóttir er formaður Velferðarráðs. Mynd/ Hari.
Jórunn Frímannsdóttir er formaður Velferðarráðs. Mynd/ Hari.
Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í dag að taka á móti flóttamönnum frá Haítí eftir jarðskjálftana sem urðu þar í janúar. Frá þessu greindi Jórunn Frímannsdóttir, formaður Velferðarráðs, á Facebook í dag.

„Það verður ráðinn verkefnastjóri hjá Velferðarsviði. Hann mun starfa hjá Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða,“segir Jórunn. Jórunn segir að haft verði samband við flóttamennina í gegnum venslafólk þeirra sem býr hér. „Þannig verður unnið að því að hjálpa fólkinu og koma því hingað," segir Jórunn.

Ríkisstjórnin hefur einnig sýnt vilja til þess að taka á móti flóttamönnu, en fjöldi fyrirspurna hefur borist dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu frá ríkisborgurum á Íslandi sem hafa ýmis tengsl við einstaklinga í Haítí. Ríkisstjórnin fól Flóttamannanefnd að gera tillögu um það hvort hægt sé að beita ákvæði um fjöldaflótta til þess að hægt verði að hleypa flóttamönnunum frá Haítí til landsins.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×