Aukið öryggi ferðamanna Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. júní 2010 06:00 Tvö dauðaslys á erlendum ferðamönnum hafa orðið hér á landi með stuttu millibili. Slysin vekja fyrst og fremst sorg og óhug en óneitanlega vakna einnig upp spurningar um það hvort og þá hvernig hægt sé að draga úr slíkum slysum og helst koma í veg fyrir þau. Ferðamálastjóri bendir á í frétt hér í blaðinu í gær að verið sé að vinna við þróun gæða- og umhverfisvottunarkerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og að þar verði öryggismál ferðamanna tekin sérstaklega til skoðunar. Því ber að fagna. Jónína Ólafsdóttir landfræðingur skrifaði lokaritgerð sína um öryggsimál í sportköfun. að hennar mati er þeim mjög ábótavant hér á landi. Hún benti á í viðtali á Vísi.is að hvorki sé að finna upplýsingaskilti né varasúrefni við Silfru sem þó er afar vinsæll staður til sportköfunar. Sömuleiðis benti hún á að eftirliti með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun hér á landi sé ábótavant og reglugerðir sem þær starfi eftir séu úreltar. Slys gera ekki boð á undan sér og enginn mannlegur máttur getur útrýmt slysum. Það breytir ekki því að til fjölmargra ráðstafana er hægt að grípa til þess að draga úr þeim og vitað er að forvarnir geta dregið verulega úr fjölda slysa. Það er ákaflega mikilvægt að fræða erlenda ferðamenn sem hingað koma um þær hættur sem finnast í íslenskri náttúru. Varúðarskiltum á helstu tungumálum verður að koma upp miklu víðar en nú er og eftirlit verður að auka á þeim stöðum þar sem mesta hættan er fyrir hendi. Loks verður að setja þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á ævintýralega upplifun sem í eðli sínu er hættuleg, eins og gildir um köfun, sleðaferðir á jöklum og ýmislegt fleira, skýran starfsramma sem fylgt er eftir með eftirliti. Þau fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á slíkum ferðum verða að geta sýnt fram á að undirbúningur ferðalanga sé fullnægjandi og að fyllstu ábyrgðar sé gætt í slíkum ferðum. Hér á landi verða allt of mörg slys á ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Slysin eru af ólíkum toga sem bendir til að þörf sé á víðtæku og samstilltu átaki til þess að spyrna þarna við fæti. Ferðamálayfirvöld, sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir þeir aðilar sem að móttöku ferðamanna koma verða að taka höndum saman hratt og örugglega. Það er mikið í húfi. Við Íslendingar viljum leggja metnað í að taka vel á móti erlendum ferðamönnum. Við erum stolt af landinu okkar og viljum þess vegna að sem flestir sæki það heim og helst að þeir komi aftur og aftur. Tekjur af ferðamönnum eru afar mikilvægar og til þess hefur verið horft að þær muni aukast á næstu árum. Til að svo megi verða verður að vanda til verka, von um skyndiágóða má aldrei ráða för í ferðaþjónustu heldur yfirvegaður metnaður til þess að gera sem best. Allir sem að ferðaþjónustunni koma verða að vera vakandi fyrir öryggismálum, alltaf og alls staðar. Aðeins þannig verður hér byggð upp vönduð ferðaþjónusta til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Tvö dauðaslys á erlendum ferðamönnum hafa orðið hér á landi með stuttu millibili. Slysin vekja fyrst og fremst sorg og óhug en óneitanlega vakna einnig upp spurningar um það hvort og þá hvernig hægt sé að draga úr slíkum slysum og helst koma í veg fyrir þau. Ferðamálastjóri bendir á í frétt hér í blaðinu í gær að verið sé að vinna við þróun gæða- og umhverfisvottunarkerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og að þar verði öryggismál ferðamanna tekin sérstaklega til skoðunar. Því ber að fagna. Jónína Ólafsdóttir landfræðingur skrifaði lokaritgerð sína um öryggsimál í sportköfun. að hennar mati er þeim mjög ábótavant hér á landi. Hún benti á í viðtali á Vísi.is að hvorki sé að finna upplýsingaskilti né varasúrefni við Silfru sem þó er afar vinsæll staður til sportköfunar. Sömuleiðis benti hún á að eftirliti með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun hér á landi sé ábótavant og reglugerðir sem þær starfi eftir séu úreltar. Slys gera ekki boð á undan sér og enginn mannlegur máttur getur útrýmt slysum. Það breytir ekki því að til fjölmargra ráðstafana er hægt að grípa til þess að draga úr þeim og vitað er að forvarnir geta dregið verulega úr fjölda slysa. Það er ákaflega mikilvægt að fræða erlenda ferðamenn sem hingað koma um þær hættur sem finnast í íslenskri náttúru. Varúðarskiltum á helstu tungumálum verður að koma upp miklu víðar en nú er og eftirlit verður að auka á þeim stöðum þar sem mesta hættan er fyrir hendi. Loks verður að setja þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á ævintýralega upplifun sem í eðli sínu er hættuleg, eins og gildir um köfun, sleðaferðir á jöklum og ýmislegt fleira, skýran starfsramma sem fylgt er eftir með eftirliti. Þau fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á slíkum ferðum verða að geta sýnt fram á að undirbúningur ferðalanga sé fullnægjandi og að fyllstu ábyrgðar sé gætt í slíkum ferðum. Hér á landi verða allt of mörg slys á ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Slysin eru af ólíkum toga sem bendir til að þörf sé á víðtæku og samstilltu átaki til þess að spyrna þarna við fæti. Ferðamálayfirvöld, sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir þeir aðilar sem að móttöku ferðamanna koma verða að taka höndum saman hratt og örugglega. Það er mikið í húfi. Við Íslendingar viljum leggja metnað í að taka vel á móti erlendum ferðamönnum. Við erum stolt af landinu okkar og viljum þess vegna að sem flestir sæki það heim og helst að þeir komi aftur og aftur. Tekjur af ferðamönnum eru afar mikilvægar og til þess hefur verið horft að þær muni aukast á næstu árum. Til að svo megi verða verður að vanda til verka, von um skyndiágóða má aldrei ráða för í ferðaþjónustu heldur yfirvegaður metnaður til þess að gera sem best. Allir sem að ferðaþjónustunni koma verða að vera vakandi fyrir öryggismálum, alltaf og alls staðar. Aðeins þannig verður hér byggð upp vönduð ferðaþjónusta til framtíðar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar