Ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn 22. desember 2010 18:39 „Níumenningarnir eru ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn," segir málsvari þeirra. Hann segir að ákæruvaldið hafi farið offfari í málinu. Dómsmálaráðherra tók við áskorun frá 1000 manns í dag sem vilja að hann beiti sér fyrir því að saksókn í málinu verði felld niður. „Ég ætla að afhenda þér þennan undirskriftarlista og þetta eru undirskriftir fólks sem hvetur þig sem dómsmálaráðherra til að beita sér fyrir því að saksókn í máli þessara níumennninga verði felld niður," sagði Einar Steingrímsson málsvari níumenninganna í dag. 990 manns undirrita áskorunina en aðalmeðferð í máli níumenninganna fer fram fljótlega eftir áramót. Einar Steingrímsson segir ekki hægt að horfa upp á málið án þess að aðhafast. Ákæran sé yfirgengileg. „Að halda því fram að þetta fólk, sem gekk inn á Alþingi og einhverjir hrópuðu nokkur orð að Alþingismönnum á þingpöllunum, hafi reynt að fremja valdarán eða haft nokkra möguleika á að gera það, er algjörlega glórulaust. Það er alveg augljóst að ákæruvaldið hefur farið offari hér. Það sem er hættulegt við þetta, er að það er verið að ráðast gegn einstaklingum sem eru ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn." Þá sé ákæran árás á frelsi fólks til að mótmæla. „Fólk sem neytir réttar síns til að mótmæla má ekki eiga það á hættu að það sé farið svona með það af dómskerfinu." „Ég læt við það sitja að taka við þessum undirskriftalistum og hlustaði á þessi orð og meira hef ég ekki að segja að sinni," sagði Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra eftir að hann tók við listanum. Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Sjá meira
„Níumenningarnir eru ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn," segir málsvari þeirra. Hann segir að ákæruvaldið hafi farið offfari í málinu. Dómsmálaráðherra tók við áskorun frá 1000 manns í dag sem vilja að hann beiti sér fyrir því að saksókn í málinu verði felld niður. „Ég ætla að afhenda þér þennan undirskriftarlista og þetta eru undirskriftir fólks sem hvetur þig sem dómsmálaráðherra til að beita sér fyrir því að saksókn í máli þessara níumennninga verði felld niður," sagði Einar Steingrímsson málsvari níumenninganna í dag. 990 manns undirrita áskorunina en aðalmeðferð í máli níumenninganna fer fram fljótlega eftir áramót. Einar Steingrímsson segir ekki hægt að horfa upp á málið án þess að aðhafast. Ákæran sé yfirgengileg. „Að halda því fram að þetta fólk, sem gekk inn á Alþingi og einhverjir hrópuðu nokkur orð að Alþingismönnum á þingpöllunum, hafi reynt að fremja valdarán eða haft nokkra möguleika á að gera það, er algjörlega glórulaust. Það er alveg augljóst að ákæruvaldið hefur farið offari hér. Það sem er hættulegt við þetta, er að það er verið að ráðast gegn einstaklingum sem eru ákærðir fyrir glæp sem aldrei var framinn." Þá sé ákæran árás á frelsi fólks til að mótmæla. „Fólk sem neytir réttar síns til að mótmæla má ekki eiga það á hættu að það sé farið svona með það af dómskerfinu." „Ég læt við það sitja að taka við þessum undirskriftalistum og hlustaði á þessi orð og meira hef ég ekki að segja að sinni," sagði Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra eftir að hann tók við listanum.
Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Sjá meira