Evrópukrísa ritstjórans Bjarni Harðarson skrifar 20. mars 2010 06:00 Ólafi Þ. Stephensen, nýjum ritstjóra Fréttablaðsins, tekst um margt vel upp á nýjum vinnustað og honum eru hér með fluttar árnaðaróskir. En það sem háir þessum skelegga blaðamanni er hjákátlegur trúarhiti í ESB-málum sem birtist okkur lesendum blaðsins með reglulegu millibili. Nýjust er sú söguskýring í leiðara 13. mars að vandi Grikkja hafi ekkert með evruna að gera. Vandamálið sé einungis að Grikkir séu alltof skuldugir og hafi aldrei kunnað fótum sínum forráð. Nú er það enginn vafi að efnahagskerfi þjóða eru misjafnlega stöðug og misjafnlega öguð. En sé sú staða Grikkja að þeir geti ekki notað evruna vegna of mikilla skulda, hvenær mun evran þá duga Íslandi? Því fer reyndar fjarri að stöðugleiki sé eina sem skiptir máli við efnahagsstjórnun og hafi slíkum tökum ekki verið náð er afar fjarstæðukennt að setja á hagkerfið bönd eins og þau sem evran er hinum fátækari ESB-ríkjum nú. Það segir sína sögu að Ísland, sem hefur gengið í gegnum meiri hremmingar bankakerfisins en nokkurt annað Evrópuland, býr engu að síður við minna atvinnuleysi, minni niðursveiflu hagkerfisins og minni vandræði vegna kreppunnar en mörg ESB-landanna. Raunar er samdráttur hér minni en í Danmörku, að ekki sé talað um Eystrasaltsríkin og Írland. Fréttablaðið talar aftur á móti úr þeim fílabeinsturni að hvorki á Íslandi né Grikklandi eigi að vera sveiflur í hagkerfinu og að löndin eigi að vera allt öðruvísi en þau eru. Í umræddum leiðara er bent á að ef Grikkland væri ekki skuldsett væri ekkert vandamál fyrir landið að hafa evru. Eftir stendur að það Grikkland sem til er í raunheimi gæti betur tekist á við sín vandamál með gömlu drökmuna sína heldur en með evru. Þegar kemur að íslensku hagkerfi eru sveiflurnar óhjákvæmileg afleiðing þess að hér býr fátt fólk á fjarlægri eyju. Mannfæðin ein skapar það að sveiflujöfnunin er ekki sú sama og væri í tveggja milljóna manna hagkerfi eða þaðan af stærra. Þar við bætast sveiflur vegna náttúrulegra breytinga en þær eru þó veigaminni. Allar hugmyndir um að Ísland geti verið sem fullkominn hluti af stærra hagkerfi og laust undan sveiflum smæðarinnar eru óraunhæfar, þó ekki sé fyrir annað en torleiði hingað og fjarlægðir. Reynsla ESB-landanna bendir raunar til að landamæri málsvæða og gamalla þjóðlanda hafi einnig gríðarlega mikil áhrif á það að lönd halda áfram að vera sérstakt hagkerfi með sína sértæku sveiflu þrátt fyrir einn gjaldmiðil og samræmt ofvaxið regluverk. Þar talar reynsla Grikkja sínu máli. Langt innan við 10% fyrirtækja í ESB stunda viðskipti út fyrir sitt gamla þjóðríki. Rökin fyrir því að Ísland yrði að taka upp alþjóðlega mynt voru sterkust meðan til stóð að byggja hluta af hagkerfinu upp á alþjóðlegri bankastarfsemi. Bankaeigendurnir gömlu höfðu þá hagsmuni en tæpast ætlum við í dag að hlaupa eftir hagsmunum þeirra manna. Með falli bankanna og reynslu evrulanda af kreppunni féllu um sjálft sig flest þau rök sem menn höfðu fyrir mögulegri ESB-aðild enda hefur fylgi við þá stefnu dalað stórkostlega. Það fer Fréttablaðinu illa að stunda einmanalegt ESB-trúboð þegar rökin fyrir þeirri stefnu eru öll horfin ofan í skuldasvelg gömlu útrásarvíkinganna. Höfundur er bóksali á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafi Þ. Stephensen, nýjum ritstjóra Fréttablaðsins, tekst um margt vel upp á nýjum vinnustað og honum eru hér með fluttar árnaðaróskir. En það sem háir þessum skelegga blaðamanni er hjákátlegur trúarhiti í ESB-málum sem birtist okkur lesendum blaðsins með reglulegu millibili. Nýjust er sú söguskýring í leiðara 13. mars að vandi Grikkja hafi ekkert með evruna að gera. Vandamálið sé einungis að Grikkir séu alltof skuldugir og hafi aldrei kunnað fótum sínum forráð. Nú er það enginn vafi að efnahagskerfi þjóða eru misjafnlega stöðug og misjafnlega öguð. En sé sú staða Grikkja að þeir geti ekki notað evruna vegna of mikilla skulda, hvenær mun evran þá duga Íslandi? Því fer reyndar fjarri að stöðugleiki sé eina sem skiptir máli við efnahagsstjórnun og hafi slíkum tökum ekki verið náð er afar fjarstæðukennt að setja á hagkerfið bönd eins og þau sem evran er hinum fátækari ESB-ríkjum nú. Það segir sína sögu að Ísland, sem hefur gengið í gegnum meiri hremmingar bankakerfisins en nokkurt annað Evrópuland, býr engu að síður við minna atvinnuleysi, minni niðursveiflu hagkerfisins og minni vandræði vegna kreppunnar en mörg ESB-landanna. Raunar er samdráttur hér minni en í Danmörku, að ekki sé talað um Eystrasaltsríkin og Írland. Fréttablaðið talar aftur á móti úr þeim fílabeinsturni að hvorki á Íslandi né Grikklandi eigi að vera sveiflur í hagkerfinu og að löndin eigi að vera allt öðruvísi en þau eru. Í umræddum leiðara er bent á að ef Grikkland væri ekki skuldsett væri ekkert vandamál fyrir landið að hafa evru. Eftir stendur að það Grikkland sem til er í raunheimi gæti betur tekist á við sín vandamál með gömlu drökmuna sína heldur en með evru. Þegar kemur að íslensku hagkerfi eru sveiflurnar óhjákvæmileg afleiðing þess að hér býr fátt fólk á fjarlægri eyju. Mannfæðin ein skapar það að sveiflujöfnunin er ekki sú sama og væri í tveggja milljóna manna hagkerfi eða þaðan af stærra. Þar við bætast sveiflur vegna náttúrulegra breytinga en þær eru þó veigaminni. Allar hugmyndir um að Ísland geti verið sem fullkominn hluti af stærra hagkerfi og laust undan sveiflum smæðarinnar eru óraunhæfar, þó ekki sé fyrir annað en torleiði hingað og fjarlægðir. Reynsla ESB-landanna bendir raunar til að landamæri málsvæða og gamalla þjóðlanda hafi einnig gríðarlega mikil áhrif á það að lönd halda áfram að vera sérstakt hagkerfi með sína sértæku sveiflu þrátt fyrir einn gjaldmiðil og samræmt ofvaxið regluverk. Þar talar reynsla Grikkja sínu máli. Langt innan við 10% fyrirtækja í ESB stunda viðskipti út fyrir sitt gamla þjóðríki. Rökin fyrir því að Ísland yrði að taka upp alþjóðlega mynt voru sterkust meðan til stóð að byggja hluta af hagkerfinu upp á alþjóðlegri bankastarfsemi. Bankaeigendurnir gömlu höfðu þá hagsmuni en tæpast ætlum við í dag að hlaupa eftir hagsmunum þeirra manna. Með falli bankanna og reynslu evrulanda af kreppunni féllu um sjálft sig flest þau rök sem menn höfðu fyrir mögulegri ESB-aðild enda hefur fylgi við þá stefnu dalað stórkostlega. Það fer Fréttablaðinu illa að stunda einmanalegt ESB-trúboð þegar rökin fyrir þeirri stefnu eru öll horfin ofan í skuldasvelg gömlu útrásarvíkinganna. Höfundur er bóksali á Selfossi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun