Innlent

Ræddu um friðarverðlaunhafa Nóbels

Jón sést hér með nafna sínum Ralston Saul, forseta alþjóðlega rithöfundasambandsins PEN.
Jón sést hér með nafna sínum Ralston Saul, forseta alþjóðlega rithöfundasambandsins PEN.
Jón Gnarr, borgarstjóri, fundaði í dag með Sir. John Ralston Saul, forseta alþjóðlega rithöfundasambandsins PEN. Tilefni fundarins var áskorun Jósn til kínverskra stjórnvalda vegna Liu Xiaobo sem hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Liu situr nú í fangelsi í heimalandi sínu fyrir að hvetja til pólitískra umbóta og aukins tjáningar- og trúfrelsis.

Jón tók á móti fyrrverandi borgarstjóra Peking, Liu Qi, í Ráðhúsi Reykjavíkur um miðjan síðasta mánuð og töluðu þeir meðal annars um orkumál. Þegar að því kom að kveðjast afhenti Jón borgarstjóranum fyrrverandi bréf þar sem kínversk stjórnvöld voru gagnrýnd harðlega fyrir að handtaka og fangelsa andófsmanninn og ljóðskáldið Liu Xiaobo.

Jón segir í dagbókarfærslu á samskiptavefnum Facebook að fundurinn með Sir. John í dag hafi verið góður. „Við áttum gott spjall um mikilvægi menningar í borgum, tjáningarfrelsi og fleira. Tilefni fundarins var áskorun mín til kínverskra stjórnvalda vegna Liu Xiaobo."

Við þetta má bæta að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvatti kínversk stjórnvöld í dag til þess að láta Liu Xiaobo lausan úr fangelsi. Það gerði Amnesty International einnig.






Tengdar fréttir

Obama hvetur Kínverja til að sleppa Liu Xiaobo

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hvatti kínversk stjórnvöld í dag til þess að láta Liu Xiaobo, friðarverðlaunahafa Nóbels, lausan úr fangelsi. Xiaobo var dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir að hvetja til pólitískra umbóta og aukins tjáningar- og trúfrelsis.

Amnesty hvetur Kínverja til að sleppa samviskuföngum

Amnesty International hvetur kínversk stjórnvöld til að leysa alla samviskufanga í landinu úr haldi, þeirra á meðal baráttumanninn Liu Xiaobo sem fékk friðarverðlaun Nóbels í morgun.

Liu Xiaobo fær friðarverðlaun Nóbels

Kínverski andófsmaðurinn Liu Xiaobo hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í Osló í morgun. Liu situr nú í fangelsi í heimalandi sínu fyrir að hvetja til pólitískra umbóta og aukins tjáningar- og trúfrelsis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×