Mikill skortur á dagforeldrum 1. febrúar 2010 02:30 Ólöf Lilja Sigurðardóttir ásamt börnunum Í nóvember og fram til áramóta var lítið sem ekkert að gera hjá dagforeldrum og margir þeirra hættu störfum. Nú er „allt vitlaust“ segir Ólöf en leikskólasvið segir eftirspurnina bundna við miðbæinn. fréttablaðið/arnþór Leikskólasvið hefur beint tilmælum til þjónustumiðstöðva í 101, 105 og 107 Reykjavík, það er Vesturbæ, Miðbæ og Hlíðum, um að finna dagforeldra til starfa. Samkvæmt upplýsingum frá sviðinu eru alls sjötíu laus pláss í borginni, sem fækkar dag frá degi, en ekkert þeirra er í miðbænum. „Ég skil vel að það sé erfitt fyrir foreldra í Vesturbæ að fara upp í Breiðholt eftir dagforeldrum og við höfum brugðist við þessari aukningu með því að biðja um að það sé haft samband við fyrrverandi dagforeldra og auglýst eftir þeim, til dæmis í hverfablöðum,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs. Nokkur pláss séu laus í Laugardal, en þar þurfi líklega að auglýsa líka. Engin miðlæg skrá heldur utan um hversu margir hafa sótt um dagvistun í þessum hverfum, og þar með hversu margir eru á biðlista, enda halda dagforeldrar sínar eigin skrár. Síðastliðið haust var lítil spurn eftir lausum plássum hjá dagforeldrum í Reykjavík. Fullmannað var á leikskólum og metfjöldi barna komst inn á þá. Við þessar aðstæður fækkaði dagforeldrum. Ofan á bættist að um áramótin lækkuðu borgaryfirvöld svokallaða þjónustutryggingu, eða heimgreiðslur; fé til foreldra sem ekki fara með börn sín á leikskóla eða til dagforeldra. „Og það hefur aldrei verið hringt jafn rosalega mikið og núna um áramótin, ekki síðan ég byrjaði fyrir níu árum,“ segir Ólöf Lilja Sigurðardóttir, stjórnarmaður í Barnavistun, félagi dagforeldra. Í áranna rás hafi ástandið alltaf verið erfiðara í miðbænum en í úthverfum: „En núna vantar alls staðar.“ Ólöf kveður heimgreiðslur hafa spillt mikið fyrir og verið lækkaðar of seint: „Ef þær hefðu ekki verið væru sennilega mun fleiri dagforeldrar að störfum í dag,“ segir Ólöf, sem efast um að dagforeldrarnir snúi aftur „þótt það sé allt vitlaust að gera“. Ragnhildur Erla efast um að þessar greiðslur séu rót vandans. Á þenslutímum sé einfaldlega erfiðara að fá fólk á leikskólana. Þá sé eftirspurnin meiri hjá dagforeldrum, sem fjölgi. klemens@frettabladid.is Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira
Leikskólasvið hefur beint tilmælum til þjónustumiðstöðva í 101, 105 og 107 Reykjavík, það er Vesturbæ, Miðbæ og Hlíðum, um að finna dagforeldra til starfa. Samkvæmt upplýsingum frá sviðinu eru alls sjötíu laus pláss í borginni, sem fækkar dag frá degi, en ekkert þeirra er í miðbænum. „Ég skil vel að það sé erfitt fyrir foreldra í Vesturbæ að fara upp í Breiðholt eftir dagforeldrum og við höfum brugðist við þessari aukningu með því að biðja um að það sé haft samband við fyrrverandi dagforeldra og auglýst eftir þeim, til dæmis í hverfablöðum,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs. Nokkur pláss séu laus í Laugardal, en þar þurfi líklega að auglýsa líka. Engin miðlæg skrá heldur utan um hversu margir hafa sótt um dagvistun í þessum hverfum, og þar með hversu margir eru á biðlista, enda halda dagforeldrar sínar eigin skrár. Síðastliðið haust var lítil spurn eftir lausum plássum hjá dagforeldrum í Reykjavík. Fullmannað var á leikskólum og metfjöldi barna komst inn á þá. Við þessar aðstæður fækkaði dagforeldrum. Ofan á bættist að um áramótin lækkuðu borgaryfirvöld svokallaða þjónustutryggingu, eða heimgreiðslur; fé til foreldra sem ekki fara með börn sín á leikskóla eða til dagforeldra. „Og það hefur aldrei verið hringt jafn rosalega mikið og núna um áramótin, ekki síðan ég byrjaði fyrir níu árum,“ segir Ólöf Lilja Sigurðardóttir, stjórnarmaður í Barnavistun, félagi dagforeldra. Í áranna rás hafi ástandið alltaf verið erfiðara í miðbænum en í úthverfum: „En núna vantar alls staðar.“ Ólöf kveður heimgreiðslur hafa spillt mikið fyrir og verið lækkaðar of seint: „Ef þær hefðu ekki verið væru sennilega mun fleiri dagforeldrar að störfum í dag,“ segir Ólöf, sem efast um að dagforeldrarnir snúi aftur „þótt það sé allt vitlaust að gera“. Ragnhildur Erla efast um að þessar greiðslur séu rót vandans. Á þenslutímum sé einfaldlega erfiðara að fá fólk á leikskólana. Þá sé eftirspurnin meiri hjá dagforeldrum, sem fjölgi. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Sjá meira