Í stuttu máli 3. mars 2010 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Því hefur nokkrum sinnum verið haldið fram að íslenzka ríkið beri ábyrgð á lágmarkstryggingu Icesave-innistæðna í íslenzkum bönkum. Meðal þeirra er Kristinn Gunnarsson, síðast í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar sl. En í stað þess að ræða um ríkisábyrgð fjallar hann nú um lágmarkstryggingu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda sem engin ríkisábyrgð fylgir, enda vísar hann hvorki til skýrra lagaákvæða né löglega bindandi yfirlýsinga íslenzkra ráðamanna því til stuðnings. Þetta virðist Kristni vera ljóst og þá bregður hann á það ráð að halda því fram að neyðarlögin svokölluðu (nr. 125/2008) hafi brotið gegn jafnræðisreglu 4. gr. EES-samningsins, reglu sem einnig sé bundin í stjórnarskrá Íslands. Nú kunna þar að vera álitamál, en í ákafa sínum við að fella ábyrgð á íslenzka ríkið heldur hann því fram fyrirvaralaust að jafnræðisregla hafi verið brotin, en gefur því engan gaum að gild rök hafa verið sett fram gegn því að innistæðueigendum hafi verið mismunað eftir þjóðerni, sbr. grein Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar L. Blöndals í Morgunblaðinu 13. janúar 2010. Gott væri að hann hefði hugað að röksemdum þeirra og gert athugasemdir við þær. Um tilraunir til að fá Icesave-innistæðurnar felldar undir brezka tryggingarkerfið kemur ábyrgð íslenzka ríkisins ekkert við. Nú er ekkert við það að athuga að Íslendingar leitist við að gera sér sem gleggsta grein fyrir hugsanlegum veilum í réttarstöðu sinni, eins og um jafnræðisregluna og eftirlitsbrest, en órökstuddar fullyrðingar þar að lútandi eru einungis Bretum og Hollendingum til framdráttar. Farsælast hefði verið að fá gerðardómsúrlausn um skyldur og réttindi, sekt og sýknu aðila þessa máls og á þeim grundvelli hefði síðan mátt semja um fjárhæðir ef niðurstaða hefði orðið sú að íslenzka ríkið bæri einhverja ábyrgð. Þetta er algeng aðferð í skaðabótamálum. En öllum slíkum leiðum hefur ítrekað verið hafnað þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um siðferðileg gildi sem Evrópuríki telja sig halda í heiðri, þar á meðal um réttláta málsmeðferð. En Ísland fær ekki að njóta réttinda jafnvel forhertustu afbrotamanna. Á því er varla nema þessi skýring: Málstaður Breta og Hollendinga er veikur og hvorki regluverk ESB, né stjórnkerfi Bretlands með sín hryðjuverkalög og sínar skattaparadísir á Ermarsundseyjum og í Karíbahafinu (Tortola) þar sem misjafnlega vel fengið fé nýtur sérstakrar verndar, þolir slíka skoðun. Þetta segir kannski allt sem segja þarf. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Því hefur nokkrum sinnum verið haldið fram að íslenzka ríkið beri ábyrgð á lágmarkstryggingu Icesave-innistæðna í íslenzkum bönkum. Meðal þeirra er Kristinn Gunnarsson, síðast í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar sl. En í stað þess að ræða um ríkisábyrgð fjallar hann nú um lágmarkstryggingu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda sem engin ríkisábyrgð fylgir, enda vísar hann hvorki til skýrra lagaákvæða né löglega bindandi yfirlýsinga íslenzkra ráðamanna því til stuðnings. Þetta virðist Kristni vera ljóst og þá bregður hann á það ráð að halda því fram að neyðarlögin svokölluðu (nr. 125/2008) hafi brotið gegn jafnræðisreglu 4. gr. EES-samningsins, reglu sem einnig sé bundin í stjórnarskrá Íslands. Nú kunna þar að vera álitamál, en í ákafa sínum við að fella ábyrgð á íslenzka ríkið heldur hann því fram fyrirvaralaust að jafnræðisregla hafi verið brotin, en gefur því engan gaum að gild rök hafa verið sett fram gegn því að innistæðueigendum hafi verið mismunað eftir þjóðerni, sbr. grein Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar L. Blöndals í Morgunblaðinu 13. janúar 2010. Gott væri að hann hefði hugað að röksemdum þeirra og gert athugasemdir við þær. Um tilraunir til að fá Icesave-innistæðurnar felldar undir brezka tryggingarkerfið kemur ábyrgð íslenzka ríkisins ekkert við. Nú er ekkert við það að athuga að Íslendingar leitist við að gera sér sem gleggsta grein fyrir hugsanlegum veilum í réttarstöðu sinni, eins og um jafnræðisregluna og eftirlitsbrest, en órökstuddar fullyrðingar þar að lútandi eru einungis Bretum og Hollendingum til framdráttar. Farsælast hefði verið að fá gerðardómsúrlausn um skyldur og réttindi, sekt og sýknu aðila þessa máls og á þeim grundvelli hefði síðan mátt semja um fjárhæðir ef niðurstaða hefði orðið sú að íslenzka ríkið bæri einhverja ábyrgð. Þetta er algeng aðferð í skaðabótamálum. En öllum slíkum leiðum hefur ítrekað verið hafnað þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um siðferðileg gildi sem Evrópuríki telja sig halda í heiðri, þar á meðal um réttláta málsmeðferð. En Ísland fær ekki að njóta réttinda jafnvel forhertustu afbrotamanna. Á því er varla nema þessi skýring: Málstaður Breta og Hollendinga er veikur og hvorki regluverk ESB, né stjórnkerfi Bretlands með sín hryðjuverkalög og sínar skattaparadísir á Ermarsundseyjum og í Karíbahafinu (Tortola) þar sem misjafnlega vel fengið fé nýtur sérstakrar verndar, þolir slíka skoðun. Þetta segir kannski allt sem segja þarf. Höfundur er prófessor í lögum.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar