Innlent

Saksóknari efnahagsbrota vill í dómarastólinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helgi Magnús Gunnarsson.
Helgi Magnús Gunnarsson.
Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, er á meðal umsækjenda um stöðu héraðsdómara. Nöfn umsækjenda voru birt í gær en í tilkynningu kemur fram að 37 sóttu um embættin.

Umsóknarfrestur rann út 25 febrúar síðastliðinn og gert er ráð fyrir að skipað verði í embættin frá 1. maí næstkomandi. Um er að ræða fimm embætti sem auglýst voru laus vegna fjölgunar dómara og eitt embætti vegna lausnar dómara frá embætti.

Þá sóttu 13 um embætti við Héraðsdóm Reykjavíkur sem er laust vegna leyfis dómara næstu tvö árin.

Dómsmálaráðherra mun skipa í öll embættin að fenginni niðurstöðu dómnefndar um hæfni umsækjenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×