Innlent

Hannes Þór á ársgamlan son - Afi býður hann velkominn

Opinn faðmur Helga. Hann er glaður yfir að hafa eignast nýtt afabarn.
Opinn faðmur Helga. Hann er glaður yfir að hafa eignast nýtt afabarn.

„Þetta er óvænt ljós í myrkrinu," sagði Helgi Vilhjálmsson, oftast kenndur við Góu, í viðtali við Pressuna.is en þar segir frá því að sonur hans, Hannes Þór, sem var myrtur í ágúst síðastliðnum, eigi ársgamlan son.

Barnsmóðir hans er frá Eistlandi og er hér á landi ásamt syni sínum. Þau eru í heimsókn hjá Helga og fjölskyldu.

Hann segir í viðtali við Pressuna að fjölskyldan hafi nýlega komist að því að Hannes ætti ársgamlan son sem heitir Siim.

Sjálfur segir Helgi að fjölskyldan sé ekki enn búin að átta sig fyllilega á fréttunum en bætir við: „Hann er velkominn í okkar hóp.

Drengurinn er þá eina barn Hannesar.

Hannes Þór var myrtur á heimili sínu um miðjan ágúst síðastliðinn. Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur játað að hafa orðið honum að bana. Hann situr í gæsluvarðhaldi en málið er enn í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×