Alvöru indí-hrærigrautur 23. september 2010 09:00 Kevin Barnes (lengst til vinstri) ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Of Montreal. Nordicphotos/Getty Hljómsveitin Of Montreal hefur gefið út sína tíundu hljóðversplötu. Forsprakkinn Kevin Barnes segir útkomuna bæði dansvæna og fönkaða. Tíunda hljóðversplata bandarísku indí-poppsveitarinnar Of Montreal, False Priest, er nýkomin út. „Þarna eru sterk R&B-áhrif og þarna er líka mikið af dansvænum og fönkuðum lögum. Við reynum líka að hafa þarna augnablik þar sem þú missir kjálkann af undrun, sérstaklega ef þú ert að hlusta á plötuna í heyrnatólum,“ segir forsprakkinn Kevin Barnes um hljóminn á plötunni. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við Of Montreal því hljómsveitin spilaði í Hafnarhúsinu á Iceland Airwaves-hátíðinni árið 2007 fyrir troðfullu húsi. Þá var sveitin að fylgja eftir plötunni Hissin Fauna, Are You The Destroyer?, sem kom sveitinni rækilega á kortið. Plötunni var hrósað í hástert og gagnrýnendur hrúguðu á hana stjörnum fyrir líflega og fjölbreytilega tónlistina þar sem mörgum stefnum var att saman í einn hressilegan indí-hrærigraut. Of Montreal kemur frá Aþenu í Georgíu-fylki, rétt eins og hljómsveitirnar R.E.M. og B-52"s. Kevin Barnes stofnaði sveitina árið 1996 og er sagður hafa skírt hana Of Montreal eftir misheppnað ástarsamband við konu frá Montreal í Kanada. Hljómsveitin hefur á ferli sínum vaðið úr einum stílnum í annan og verið dugleg við að spila lög eftir aðra tónlistarmenn, alls 86 talsins. Barnes er sjálfur óútreiknanlegur á tónleikum. Hann hefur staðið á sviði í New York og flengt „svín“ í miðju lagi ásamt leikkonunni Susan Sarandon, setið á hestbaki og flutt sex lög nakinn í Las Vegas. „Það væri hægt að líkja Kevin við náunga eins og Prince,“ segir Bryan Poole, gítarleikari Of Montreal. „Hann getur spilað á öll hljóðfæri og gert allt upp á eigin spýtur. Það er ákveðinn töfraljómi yfir svona náungum sem hafa gert alla hluti sjálfir.“ Hæfileikar Barnes virðast hafa fengið að njóta sín á plötunni því hún hefur fengið fína dóma, meðal annars fjórar stjörnur í bresku tónlistartímaritununm Q og Mojo. freyr@frettabladid.is Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Hljómsveitin Of Montreal hefur gefið út sína tíundu hljóðversplötu. Forsprakkinn Kevin Barnes segir útkomuna bæði dansvæna og fönkaða. Tíunda hljóðversplata bandarísku indí-poppsveitarinnar Of Montreal, False Priest, er nýkomin út. „Þarna eru sterk R&B-áhrif og þarna er líka mikið af dansvænum og fönkuðum lögum. Við reynum líka að hafa þarna augnablik þar sem þú missir kjálkann af undrun, sérstaklega ef þú ert að hlusta á plötuna í heyrnatólum,“ segir forsprakkinn Kevin Barnes um hljóminn á plötunni. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við Of Montreal því hljómsveitin spilaði í Hafnarhúsinu á Iceland Airwaves-hátíðinni árið 2007 fyrir troðfullu húsi. Þá var sveitin að fylgja eftir plötunni Hissin Fauna, Are You The Destroyer?, sem kom sveitinni rækilega á kortið. Plötunni var hrósað í hástert og gagnrýnendur hrúguðu á hana stjörnum fyrir líflega og fjölbreytilega tónlistina þar sem mörgum stefnum var att saman í einn hressilegan indí-hrærigraut. Of Montreal kemur frá Aþenu í Georgíu-fylki, rétt eins og hljómsveitirnar R.E.M. og B-52"s. Kevin Barnes stofnaði sveitina árið 1996 og er sagður hafa skírt hana Of Montreal eftir misheppnað ástarsamband við konu frá Montreal í Kanada. Hljómsveitin hefur á ferli sínum vaðið úr einum stílnum í annan og verið dugleg við að spila lög eftir aðra tónlistarmenn, alls 86 talsins. Barnes er sjálfur óútreiknanlegur á tónleikum. Hann hefur staðið á sviði í New York og flengt „svín“ í miðju lagi ásamt leikkonunni Susan Sarandon, setið á hestbaki og flutt sex lög nakinn í Las Vegas. „Það væri hægt að líkja Kevin við náunga eins og Prince,“ segir Bryan Poole, gítarleikari Of Montreal. „Hann getur spilað á öll hljóðfæri og gert allt upp á eigin spýtur. Það er ákveðinn töfraljómi yfir svona náungum sem hafa gert alla hluti sjálfir.“ Hæfileikar Barnes virðast hafa fengið að njóta sín á plötunni því hún hefur fengið fína dóma, meðal annars fjórar stjörnur í bresku tónlistartímaritununm Q og Mojo. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira