Innlent

Brotist inn í fjölda sumarbústaða

Þjófur. Mynd úr safni.
Þjófur. Mynd úr safni.

Sjónvarpstækjum var stolið í flestum þeirra fimm sumarbúastaða sem brotist var inn í um helgina í Grímsnesi. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi voru vegsummerki eins í innbrotunum fimm og því grunar lögregluna að sömu aðilar hafi verið að verki.

Fyrir skömmu var brotist inn í veiðihús við Hlíðarvatn í Selvogi og þaðan stolið nýju leðursófasetti ásamt hljómtækjum og kaffivél. Lögreglan hvetur sumarhúsaeigendur að virkja nágrannavörslu og fylgjast vel með umferð ókunnugra um sumarbústaðahverfi.

Þá var einnig brotist inn á verkstæði SG húsa við Austurveg 69 á Selfossi í byrjun síðustu viku. Þar voru Hljómflutningstækjum og tölvuskjá stolið. Þjófurinn braut sér leið inn í húsið með því að spenna upp hurð.

Lögreglan vinnur að rannsókn þessara mála og eru allar upplýsingar vel þegnar. Sími lögreglunnar er 480 1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×