Innlent

Ökuníðings leitað á Akranesi

Lögreglan á Akranesi leitar ökuníðings, sem með glannaakstri varð til þess að ökumaður bíls, sem kom á móti, missti stjórn á bíl sínum og hafnaði á ljósastaur. Ökumaðurinn og fjölskylda hans sluppu ómeidd, en var illa brugðið. Ökuníðingurinn, sem meðal annars ók yfir hringtorg, lét sig hverfa og er ófundinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×