Jól í Jemen og áramót við bakka nílarfljóts 4. janúar 2010 04:30 Egill Bjarnason er búinn að vera á ferðalagi um Mið-Austurlönd frá því í október. „Það eru engin jól í íslamska lýðveldinu Jemen! Ekki frekar en Eid-hátíðir á Íslandi. Aðfangadagur var eins og hver annar fimmtudagur,“ segir ljósmyndarinn Egill Bjarnason. Egill, sem er sonur bóksalans Bjarna Harðarsonar frá Selfossi, hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd frá því október. Hann er nú staddur í Egyptalandi, en eyddi aðfangadegi í þorpinu Manakka í Jemen. „Um miðjan dag ætlaði ég í fjallgöngu með myndavélina en lenti í brúðkaupsveislu. Ég ætlaði að hringja heim á Selfoss og óska familíunni gleðilegra jóla en það mistókst vegna þess að hann Achmed sem rekur símaþjónustuna í bænum mætti ekki til vinnu. Ástæðurnar voru líklegast ekki kristilegar,“ segir Egill. „Í brúðkaupinu var mér færður hellingur af Khat, plöntu sem Jemenar jórtra daginn út og daginn inn. Plantan hefur sljógandi áhrif og dregur mjög úr matarlyst. Ég borðaði því ekkert það sem eftir var dags. Khat var jólamaturinn ár!“ Hversu sterk eru áhrif Khat? „Álíka mikil og af hundasúrum. Maður verður að jórtra á þessu í að minnsta kosti fjóra klukkutíma til þess að verða smá hífaður.“ Egill segir að Jemenir séu mjög gestrisið fólk og líta á gesti sem gjöf frá Guði. „Ég átti leið hjá brúðkaupsveislunni og staldraði við þegar ég sá hóp manna stíga þjóðdansa með hnífa á lofti,“ segir hann. „Áður en ég vissi af var búið að draga mig inn í danshringinn – með vígalegan rýting í hönd.“ Egill er búinn að vera á ferðinni frá því í október þegar hann flaug til Eþíópíu. Þar dvaldi hann í mánuð áður en hann hélt til Sómalílands. „Mér mistókst að húkka far með báti frá Sómalílandi yfir til Jemen og varð því að splæsa í 20 mínútna flug yfir Adenflóa sem skilur að Afríku og Arabíu,“ segir Egill - og frekari ævintýri eru fyrirhuguð. „Annan í jólum flaug ég til Egyptalands á stefnumót við vinkonu frá New York. Nýársfögnuðurinn var því við bakka Nílar. Á næstunni sigli ég svo yfir til Súdan, ef mér tekst að fá vegabréfsáritun.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Náði ekki milljónamarkmiðinu en heldur ótrauð áfram Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
„Það eru engin jól í íslamska lýðveldinu Jemen! Ekki frekar en Eid-hátíðir á Íslandi. Aðfangadagur var eins og hver annar fimmtudagur,“ segir ljósmyndarinn Egill Bjarnason. Egill, sem er sonur bóksalans Bjarna Harðarsonar frá Selfossi, hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd frá því október. Hann er nú staddur í Egyptalandi, en eyddi aðfangadegi í þorpinu Manakka í Jemen. „Um miðjan dag ætlaði ég í fjallgöngu með myndavélina en lenti í brúðkaupsveislu. Ég ætlaði að hringja heim á Selfoss og óska familíunni gleðilegra jóla en það mistókst vegna þess að hann Achmed sem rekur símaþjónustuna í bænum mætti ekki til vinnu. Ástæðurnar voru líklegast ekki kristilegar,“ segir Egill. „Í brúðkaupinu var mér færður hellingur af Khat, plöntu sem Jemenar jórtra daginn út og daginn inn. Plantan hefur sljógandi áhrif og dregur mjög úr matarlyst. Ég borðaði því ekkert það sem eftir var dags. Khat var jólamaturinn ár!“ Hversu sterk eru áhrif Khat? „Álíka mikil og af hundasúrum. Maður verður að jórtra á þessu í að minnsta kosti fjóra klukkutíma til þess að verða smá hífaður.“ Egill segir að Jemenir séu mjög gestrisið fólk og líta á gesti sem gjöf frá Guði. „Ég átti leið hjá brúðkaupsveislunni og staldraði við þegar ég sá hóp manna stíga þjóðdansa með hnífa á lofti,“ segir hann. „Áður en ég vissi af var búið að draga mig inn í danshringinn – með vígalegan rýting í hönd.“ Egill er búinn að vera á ferðinni frá því í október þegar hann flaug til Eþíópíu. Þar dvaldi hann í mánuð áður en hann hélt til Sómalílands. „Mér mistókst að húkka far með báti frá Sómalílandi yfir til Jemen og varð því að splæsa í 20 mínútna flug yfir Adenflóa sem skilur að Afríku og Arabíu,“ segir Egill - og frekari ævintýri eru fyrirhuguð. „Annan í jólum flaug ég til Egyptalands á stefnumót við vinkonu frá New York. Nýársfögnuðurinn var því við bakka Nílar. Á næstunni sigli ég svo yfir til Súdan, ef mér tekst að fá vegabréfsáritun.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Náði ekki milljónamarkmiðinu en heldur ótrauð áfram Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein