Jól í Jemen og áramót við bakka nílarfljóts 4. janúar 2010 04:30 Egill Bjarnason er búinn að vera á ferðalagi um Mið-Austurlönd frá því í október. „Það eru engin jól í íslamska lýðveldinu Jemen! Ekki frekar en Eid-hátíðir á Íslandi. Aðfangadagur var eins og hver annar fimmtudagur,“ segir ljósmyndarinn Egill Bjarnason. Egill, sem er sonur bóksalans Bjarna Harðarsonar frá Selfossi, hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd frá því október. Hann er nú staddur í Egyptalandi, en eyddi aðfangadegi í þorpinu Manakka í Jemen. „Um miðjan dag ætlaði ég í fjallgöngu með myndavélina en lenti í brúðkaupsveislu. Ég ætlaði að hringja heim á Selfoss og óska familíunni gleðilegra jóla en það mistókst vegna þess að hann Achmed sem rekur símaþjónustuna í bænum mætti ekki til vinnu. Ástæðurnar voru líklegast ekki kristilegar,“ segir Egill. „Í brúðkaupinu var mér færður hellingur af Khat, plöntu sem Jemenar jórtra daginn út og daginn inn. Plantan hefur sljógandi áhrif og dregur mjög úr matarlyst. Ég borðaði því ekkert það sem eftir var dags. Khat var jólamaturinn ár!“ Hversu sterk eru áhrif Khat? „Álíka mikil og af hundasúrum. Maður verður að jórtra á þessu í að minnsta kosti fjóra klukkutíma til þess að verða smá hífaður.“ Egill segir að Jemenir séu mjög gestrisið fólk og líta á gesti sem gjöf frá Guði. „Ég átti leið hjá brúðkaupsveislunni og staldraði við þegar ég sá hóp manna stíga þjóðdansa með hnífa á lofti,“ segir hann. „Áður en ég vissi af var búið að draga mig inn í danshringinn – með vígalegan rýting í hönd.“ Egill er búinn að vera á ferðinni frá því í október þegar hann flaug til Eþíópíu. Þar dvaldi hann í mánuð áður en hann hélt til Sómalílands. „Mér mistókst að húkka far með báti frá Sómalílandi yfir til Jemen og varð því að splæsa í 20 mínútna flug yfir Adenflóa sem skilur að Afríku og Arabíu,“ segir Egill - og frekari ævintýri eru fyrirhuguð. „Annan í jólum flaug ég til Egyptalands á stefnumót við vinkonu frá New York. Nýársfögnuðurinn var því við bakka Nílar. Á næstunni sigli ég svo yfir til Súdan, ef mér tekst að fá vegabréfsáritun.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
„Það eru engin jól í íslamska lýðveldinu Jemen! Ekki frekar en Eid-hátíðir á Íslandi. Aðfangadagur var eins og hver annar fimmtudagur,“ segir ljósmyndarinn Egill Bjarnason. Egill, sem er sonur bóksalans Bjarna Harðarsonar frá Selfossi, hefur verið á ferðalagi um Mið-Austurlönd frá því október. Hann er nú staddur í Egyptalandi, en eyddi aðfangadegi í þorpinu Manakka í Jemen. „Um miðjan dag ætlaði ég í fjallgöngu með myndavélina en lenti í brúðkaupsveislu. Ég ætlaði að hringja heim á Selfoss og óska familíunni gleðilegra jóla en það mistókst vegna þess að hann Achmed sem rekur símaþjónustuna í bænum mætti ekki til vinnu. Ástæðurnar voru líklegast ekki kristilegar,“ segir Egill. „Í brúðkaupinu var mér færður hellingur af Khat, plöntu sem Jemenar jórtra daginn út og daginn inn. Plantan hefur sljógandi áhrif og dregur mjög úr matarlyst. Ég borðaði því ekkert það sem eftir var dags. Khat var jólamaturinn ár!“ Hversu sterk eru áhrif Khat? „Álíka mikil og af hundasúrum. Maður verður að jórtra á þessu í að minnsta kosti fjóra klukkutíma til þess að verða smá hífaður.“ Egill segir að Jemenir séu mjög gestrisið fólk og líta á gesti sem gjöf frá Guði. „Ég átti leið hjá brúðkaupsveislunni og staldraði við þegar ég sá hóp manna stíga þjóðdansa með hnífa á lofti,“ segir hann. „Áður en ég vissi af var búið að draga mig inn í danshringinn – með vígalegan rýting í hönd.“ Egill er búinn að vera á ferðinni frá því í október þegar hann flaug til Eþíópíu. Þar dvaldi hann í mánuð áður en hann hélt til Sómalílands. „Mér mistókst að húkka far með báti frá Sómalílandi yfir til Jemen og varð því að splæsa í 20 mínútna flug yfir Adenflóa sem skilur að Afríku og Arabíu,“ segir Egill - og frekari ævintýri eru fyrirhuguð. „Annan í jólum flaug ég til Egyptalands á stefnumót við vinkonu frá New York. Nýársfögnuðurinn var því við bakka Nílar. Á næstunni sigli ég svo yfir til Súdan, ef mér tekst að fá vegabréfsáritun.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira