Innlent

Verkalýðsdeginum fagnað

Verkalýðsdagurinn verður haldin hátíðlegur víðsvegar í dag. Þessi mynd var tekin á Laugaveginum.
Verkalýðsdagurinn verður haldin hátíðlegur víðsvegar í dag. Þessi mynd var tekin á Laugaveginum.

Alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, fyrsti maí, er í dag og verður hans minnst með kröfugöngum víða um land í dag.

Í höfuðborginni stendur fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, BSRB, Bandalag háskólamanna, Kennarasamband Íslands og Samband íslenskra framhaldsskólanema saman að hátíðarhöldum.

Safnast verður saman í kröfugöngu við Hlemmtorg klukkan 13:00 en gangan leggur af stað niður Laugaveg klukkan hálf tvö. Að göngu lokinni safnast fólk saman við Austurvöll þar sem dagskrá hefst klukkan 14:10 en stefnt er að því að henni verði lokið klukkan þrjú.

Lúðrasveitirnar Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins leika, ásamt hljómsveitinni Hjaltalín. Aðalræðumenn verða Sigurrós Kristinsdóttir varaformaður Eflingar, Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB og Þorkell Einarsson formaður Sambands framhaldsskólanema.

Þá bjóða flest stóru verkalýðsfélögin sem og stjórnmálaflokkarnir upp á fyrsta maí kaffi í dag, en í Reykjavík opna sumir flokkanna kosningamiðstöðvar sínar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor í dag, eins og sjá má af auglýsingum í dagblöðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×