Erlent

Óhugnanleg bræði og hatur

Óli Tynes skrifar
Það er eins gott að leyniþjónustan passi vel upp á þennan mann.
Það er eins gott að leyniþjónustan passi vel upp á þennan mann.

Heiftin í baráttunni um breytingar á sjúkratryggingum í Bandaríkjunum er slík að hún vekur með mönnum áhyggjur.

Skoðanakannanir hafa sýnt að hérumbil fjórðungur repúblikana trúir því að Barack Obama geti verið sjálfur andkristur.

Þrjátíu og átta prósent þeirra eru sammála því að Obama sé að gera margt af því sem Hitler gerði.

Fimmtíu og sjö prósent repúblikana telja að forsetinn sé laun-múslimi.

Sextíu og sjö prósent þeirra telja að hann sé sósíalisti.

Samkvæmt þessu er djöfullinn semsagt sósíaliskur múslimi með skrýtið yfirskegg.

Í raun er þó ekkert fyndið við þetta. Heiftin og hatrið er svo skelfilegt að leyniþjónustan sem gætir öryggis forsetans hefur nú til rannsóknar óteljandi morðhótanir.

Þær hafa meðal annars borist á twitter. Einhver sem kallar sig sannan afrískan ameríkumann segir til dæmis:

-Morð. Ameríka, við komumst yfir morðin á Lincoln&Kennedy. Aðvitað komumst við yfir það ef Barack Obama fær byssukúlu í höfuðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×