Handbolti

Dagur: Það er allt brjálað á Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Nordic Photos / Bongarts

Dagur Sigurðsson útskýrði fyrir austurrískum blaðamönnum í gær hvernig stemningin á Íslandi er á meðan landsliðið í handbolta tekur þátt í stórmóti.

Á blaðamannafundi austurríska landsliðsins í gær höfðu blaðamenn mikinn áhuga á hvernig Íslendingar myndu líta á leikinn gegn Austurríki á EM í handbolta í dag.

„Ég bara veit að það er allt brjálað á Íslandi,“ sagði Dagur. „Leikmenn eru líka brjálaðir eftir jafnteflið gegn Serbum og það er ekki gott að hitta á íslenska liðið í þannig gír.“

„En í janúar er dimmt á Íslandi stærstan hluta dagsins og þar að auki er fólkið í landinu orðið langþreytt á umræðum um Icesave-málið og vill gjarnan fá frí frá því,“ sagði hann og uppskar mikinn hlátur - þó allir blaðamenn hafi ekki vitað hvað Icesave væri.

„Það er oftast líka vont veður í janúar á Íslandi og því finnst þeim ekkert betra en að vera inni í hlýjunni og horfa á íslenska handboltalandsliðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×