Handbolti

Króatar komu til baka í seinni hálfleik og unnu Úkraínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá leiknum í dag.
Frá leiknum í dag. Mynd/AFP
Króatar voru í vandræðum með Úkraínumenn í A-riðli Evrópumótsins í handbolta í Austurríki en tókst að tryggja sér 28-25 með góðum seinni hálfleik. Úkraína var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12, skoraði síðan fyrsta markið í seinni hálfleik og hélt forustunni fram eftir leik.

Það tók Króata nánast allan seinni hálfleikinn að komast yfir en þeir náðu loks 23-24 forustu þegar aðeins rúmar níu mínútur voru eftir. Króatar fóru þá í gang og gerðu út um leikinn með því að skora fimm mörk í röð á rúmum sjö mínútum og komast 27-24 yfir.

Króatar unnu Norðmenn 25-23 í fyrsta leik og hafa gulltryggt sér sæti í milliriðli enda með fullt hús eftir fyrstu tvo leiki sína.

Igor Vori var markahæstur hjá Króatíu með 6 mörk en þeir Ivan Cupic og Denis Buntic skoruðu báðir fimm mörk. Sergiy Onufriyenko skoraði 11 mörk fyrir Úkraínu en þurfti til þess 22 skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×