Má draga hlutleysi Halldórs í efa 14. febrúar 2010 12:31 Sérfræðingur í sveitastjórnalögum vill ekki fullyrða um hvort Halldór Jónsson skoðunarmaður reikninga Kópavogsbæjar sé vanhæfur til að gegna því starfi þótt hann hafi fengið rúmlega 70 milljónir króna greiddar frá bænum vegna annarra starfa. Það sé þó hægt að draga hlutleysi hans í efa í þeim efnum þar sem hann þiggi greiðslur frá bænum á sama tíma og hann yfirfari reikninga hans. Í kvöldfréttum á föstudag var greint frá því að Halldór Jónsson, skoðunarmaður reikninga bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokks hafi fengið greiddar rúmlega sjötíu milljónir króna með virðisauka frá bænum á árunum 2003-2008. Greiðslurnar fékk hann í gegnum fyrirtæki sitt Hallstein ehf, fyrir ýmiskonar hönnunar-og eftirlitsstörf á þessu tímabili. Hlutverk skoðunarmanna sveitarfélaga er að yfirfara ársreikninga þeirra og önnur mál. Samkvæmt 69.gr. sveitastjórnarlaga mega þeir ekki vera aðal- eða varamenn í sveitarstjórnum og heldur ekki starfsmenn sveitarfélaga. Sesselja Árnadóttir er lögfræðingur og höfundur handbókar um sveitastjórnarlögin. Hún vill ekkert fullyrða um hvort Halldór sé vanhæfur til að gegna starfi skoðunarmanns þótt hann hafi þegið greiðslur upp á rúmlega sjötíu milljónir vegna annarra starfa fyrir bæinn. „Ég get ekki tjáð mig um þetta einstaka tilvik en hæfisákvæðin eru þau að skoðunarmenn sveitarfélaga séu ekki starfsmenn þeirra. Spurningar sem má velta upp í þesu tilviki er hvort viðkomandi er að fá það miklar greiðslur frá sveitarfélaginu þannig að þær teljist í rauninni hans aðalinnkoma og hvort það megi jafna við það að hann teljist starfsmaður. Það er því ekki hægt að fullyrða hér og nú hvort hann sé vanhæfur eða hæfur til að gegna þessu verkefni." Sesselja segist ekki vita til þess að sambærileg tilvik í stjórnsýslunni hafi komið upp en það sé túlkunaratriði hverju sinni. „Það má alveg draga í efa hvernig maður getur verið hlutlaus ef hann er fjárhagslega háður öðrum aðila almennt séð," segir Sesselja og á þá við Kópavogsbæ í þessu tilviki. Hún segir að þetta horfi við sem mjög áhugavert lögfræðilegt efni og virkilega sé ástæða til að fá niðurstöðu réttra aðila um hvort þetta sé lögmætt eða ekki. Samgönguráðuneytið eigi að úrskurða um slíkt. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sérfræðingur í sveitastjórnalögum vill ekki fullyrða um hvort Halldór Jónsson skoðunarmaður reikninga Kópavogsbæjar sé vanhæfur til að gegna því starfi þótt hann hafi fengið rúmlega 70 milljónir króna greiddar frá bænum vegna annarra starfa. Það sé þó hægt að draga hlutleysi hans í efa í þeim efnum þar sem hann þiggi greiðslur frá bænum á sama tíma og hann yfirfari reikninga hans. Í kvöldfréttum á föstudag var greint frá því að Halldór Jónsson, skoðunarmaður reikninga bæjarins fyrir hönd Sjálfstæðisflokks hafi fengið greiddar rúmlega sjötíu milljónir króna með virðisauka frá bænum á árunum 2003-2008. Greiðslurnar fékk hann í gegnum fyrirtæki sitt Hallstein ehf, fyrir ýmiskonar hönnunar-og eftirlitsstörf á þessu tímabili. Hlutverk skoðunarmanna sveitarfélaga er að yfirfara ársreikninga þeirra og önnur mál. Samkvæmt 69.gr. sveitastjórnarlaga mega þeir ekki vera aðal- eða varamenn í sveitarstjórnum og heldur ekki starfsmenn sveitarfélaga. Sesselja Árnadóttir er lögfræðingur og höfundur handbókar um sveitastjórnarlögin. Hún vill ekkert fullyrða um hvort Halldór sé vanhæfur til að gegna starfi skoðunarmanns þótt hann hafi þegið greiðslur upp á rúmlega sjötíu milljónir vegna annarra starfa fyrir bæinn. „Ég get ekki tjáð mig um þetta einstaka tilvik en hæfisákvæðin eru þau að skoðunarmenn sveitarfélaga séu ekki starfsmenn þeirra. Spurningar sem má velta upp í þesu tilviki er hvort viðkomandi er að fá það miklar greiðslur frá sveitarfélaginu þannig að þær teljist í rauninni hans aðalinnkoma og hvort það megi jafna við það að hann teljist starfsmaður. Það er því ekki hægt að fullyrða hér og nú hvort hann sé vanhæfur eða hæfur til að gegna þessu verkefni." Sesselja segist ekki vita til þess að sambærileg tilvik í stjórnsýslunni hafi komið upp en það sé túlkunaratriði hverju sinni. „Það má alveg draga í efa hvernig maður getur verið hlutlaus ef hann er fjárhagslega háður öðrum aðila almennt séð," segir Sesselja og á þá við Kópavogsbæ í þessu tilviki. Hún segir að þetta horfi við sem mjög áhugavert lögfræðilegt efni og virkilega sé ástæða til að fá niðurstöðu réttra aðila um hvort þetta sé lögmætt eða ekki. Samgönguráðuneytið eigi að úrskurða um slíkt.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira