Erlent

Sex lögreglumenn féllu í Mexíkó

Frá mexíkósku borginni Ciudad Juarez í kvöld. Hún er talin ein hættulegasta borg í heimi.
Frá mexíkósku borginni Ciudad Juarez í kvöld. Hún er talin ein hættulegasta borg í heimi. Mynd/AP
Sjö létust í skotbardaga milli lögreglu og glæpamanna í mexíkósku borginni Ciudad Juarez í kvöld. Meðal hinna látnu eru sex lögreglumenn. Skotbardaginn hófst eftir að lögregla reyndi að stöðva bifreið en í henni var leigumorðingi.

Öflug glæpasamtök heyja fíkniefnastríð í Ciudad Juarez sem stendur við landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna. Skotárásir eru afar algengar í borginni sem er sögð ein sú hættulegasta í heiminum.

Nærri 23 þúsund manns hafa fallið í baráttu stjórnvalda við eiturlyfjahringi í Mexíkó á síðastliðnum fjórum árum. Stór hluti hinna föllnu eru saklausir borgarar sem hafa annaðhvort verið myrtir af eiturlyfjabarónum eða lent óvart í skotbardögum milli lögreglu- og glæpamanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×