Innlent

Enn skelfur undir Eyjafjallajökli

Jarðskjálfti upp á rúmlega þrjá á Richter varð undir Eyjafjallajökli á sjöunda tímanum í morgun, en hingað til hafa skjálftarnir verið undir tveimur á Richter í skjálftahrinunni sem staðið hefur í rúman sólarhring. Tíðni skjálftanna er sú mesta sem mælst hefur á þessum slóðum.

Viðbragðshópar Almannavarna og starfsmenn eldgosadeildar Veðurstofunnar hafa verið boðaðir til fundar i dag og jarðvísindamaður var á vakt á Veðurstofunni í nótt, til að fylgjast með framvindu mála. Síðast gaus í Eyjafjallajökli árið 1821.-




Fleiri fréttir

Sjá meira


×