Alræði útvarpsstjóra er metið óviðeigandi 27. janúar 2010 06:30 Páll Magnússon, útvarpsstjóri. MYND/GVA Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins hefur nánast alræðisvald varðandi dagskrá, mannaráðningar og stefnumótun, að mati starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um almannahlutverk RÚV. Þykir fyrirkomulagið ólýðræðislegt og ógagnsætt og ekki viðeigandi í félagi sem hefur mikilvægt menningar- og lýðræðishlutverk og starfar í almannaþágu. Hópurinn skilaði skýrslu fyrir helgi og hefur hún verið kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna. Hópurinn telur að fréttalestur Páls Magnússonar útvarpsstjóra geti haft áhrif á trúverðugleika fréttanna. Helgast það af mikilvægi hlutverks útvarpsstjóra í hagsmunagæslu fyrir RÚV, meðal annars gagnvart stjórnmálamönnum og keppinautum. Lagt er til að ráðningartími útvarpsstjóra verði tímabundinn og að starf hans, auk annarra lykilstarfsmanna, verði auglýst. Áhersla er lögð á að Ríkisútvarpið gæti hófs í fjármálum, bæði hvað varðar almennan rekstur, samkeppni og samskipti við keppinauta og launakjör æðstu stjórnenda. Fjallað er um útvarpsgjaldið sem innheimt var í fyrsta sinn í fyrra. Eru sögð rök fyrir endurskoðun kerfisins svo auka megi fjárhagslegt sjálfstæði RÚV gagnvart fjárveitingavaldinu, og tekjurnar verði fyrirsjáanlegar nokkur ár fram í tímann. Þrjú ár eru liðin frá því að RÚV var gert að opinberu hlutafélagi. Telur starfshópurinn að breytt rekstrarform hafi ekki gert RÚV að öflugra almannaútvarpi heldur sýni það aukin merki þess að unnið sé að því að búa til félag á markaði og að það stjórnist um of af keppni um auglýsingar við aðra miðla. Þá hafi ekki náðst að tryggja fjárhagslega afkomu þrátt fyrir þá miklu áherslu sem hlutafélagaformið leggur á rekstur. Háar skuldir eru sagðar ráða þar miklu um. Gagnrýnt er það fyrirkomulag - sem tíðkaðist í starfstíð Þórhalls Gunnarssonar - að framkvæmdastjórar séu dagskrárgerðarmenn. Er slík staða talin hafa áhrif á faglega stefnumótun og umræðu um dagskrá. Dagskrárgerðarmenn njóti ekki jafnræðis gagnvart yfirstjórn. Þá er og tiltekið að gera þurfi sérstakar kröfur um aðgreiningu dagskrárefnis og auglýsinga og kostunar. Tryggja verði að ákvarðanir um dagskrárliði og dagskrárstefnu séu teknar á faglegum forsendum en ekki markaðslegum. - bþs Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins hefur nánast alræðisvald varðandi dagskrá, mannaráðningar og stefnumótun, að mati starfshóps mennta- og menningarmálaráðherra um almannahlutverk RÚV. Þykir fyrirkomulagið ólýðræðislegt og ógagnsætt og ekki viðeigandi í félagi sem hefur mikilvægt menningar- og lýðræðishlutverk og starfar í almannaþágu. Hópurinn skilaði skýrslu fyrir helgi og hefur hún verið kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna. Hópurinn telur að fréttalestur Páls Magnússonar útvarpsstjóra geti haft áhrif á trúverðugleika fréttanna. Helgast það af mikilvægi hlutverks útvarpsstjóra í hagsmunagæslu fyrir RÚV, meðal annars gagnvart stjórnmálamönnum og keppinautum. Lagt er til að ráðningartími útvarpsstjóra verði tímabundinn og að starf hans, auk annarra lykilstarfsmanna, verði auglýst. Áhersla er lögð á að Ríkisútvarpið gæti hófs í fjármálum, bæði hvað varðar almennan rekstur, samkeppni og samskipti við keppinauta og launakjör æðstu stjórnenda. Fjallað er um útvarpsgjaldið sem innheimt var í fyrsta sinn í fyrra. Eru sögð rök fyrir endurskoðun kerfisins svo auka megi fjárhagslegt sjálfstæði RÚV gagnvart fjárveitingavaldinu, og tekjurnar verði fyrirsjáanlegar nokkur ár fram í tímann. Þrjú ár eru liðin frá því að RÚV var gert að opinberu hlutafélagi. Telur starfshópurinn að breytt rekstrarform hafi ekki gert RÚV að öflugra almannaútvarpi heldur sýni það aukin merki þess að unnið sé að því að búa til félag á markaði og að það stjórnist um of af keppni um auglýsingar við aðra miðla. Þá hafi ekki náðst að tryggja fjárhagslega afkomu þrátt fyrir þá miklu áherslu sem hlutafélagaformið leggur á rekstur. Háar skuldir eru sagðar ráða þar miklu um. Gagnrýnt er það fyrirkomulag - sem tíðkaðist í starfstíð Þórhalls Gunnarssonar - að framkvæmdastjórar séu dagskrárgerðarmenn. Er slík staða talin hafa áhrif á faglega stefnumótun og umræðu um dagskrá. Dagskrárgerðarmenn njóti ekki jafnræðis gagnvart yfirstjórn. Þá er og tiltekið að gera þurfi sérstakar kröfur um aðgreiningu dagskrárefnis og auglýsinga og kostunar. Tryggja verði að ákvarðanir um dagskrárliði og dagskrárstefnu séu teknar á faglegum forsendum en ekki markaðslegum. - bþs
Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira