Nemendur afar ósáttir við vinnubrögðin 24. desember 2010 08:00 Stjórnendur Iðnskólans í Hafnarfirði segja nám í útstillingum lagt niður vegna niðurskurðar. Áralangar deilur þess kennara sem sér um námið við fráfarandi skólameistara benda til annars. Fréttablaðið/GVA Nemendum á útstillingabraut í Iðnskólanum í Hafnarfirði hefur verið tilkynnt bréflega að nám í greininni verði fellt niður frá og með áramótum. „Mér finnst þetta ömurlegt, þessi sending kemur til okkar nemendanna korteri fyrir jól,“ segir Elísabet Blöndal, nemandi í útstillingum. Hún segir aðra nemendur einnig afar ósátta við þessar fyrirvaralausu breytingar. Í bréfi þar sem nemendum var gerð grein fyrir þessari breytingu kemur fram að þeir geti lokið námi frá skólanum af listnámsbraut. Með bréfinu fylgir greiðsluseðill fyrir skólagjöldunum á næstu önn, sem ber að greiða fyrir áramót. Nemendum er bent á að ræða breytingar á námi sínu við áfangastjóra eða aðstoðarskólameistara, en skrifstofa skólans er lokuð fram til 4. janúar. „Ég er fyrir mitt leyti búin að senda bréf til menntamálaráðuneytisins og óska eftir því að þeir snúi þessari ákvörðun við. Mér finnst ekki ólíklegt að aðrir nemendur geri það líka,“ segir Elísabet. Hún hefur ekki gert upp við sig hvort hún borgar skólagjöldin upp á von og óvon um að námið verði ekki fellt niður. „Ég ætla að vona það besta, en ég bíð fram á síðustu stundu með að ákveða hvort ég borga,“ segir Elísabet. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er þessi breyting ekki gerð í samráði við menntamálaráðuneytið. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir nemendur eiga rétt á að ljúka því námi sem þeir hafi byrjað á. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákvörðun stjórnenda skólans fái ekki að standa. - bj Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Nemendum á útstillingabraut í Iðnskólanum í Hafnarfirði hefur verið tilkynnt bréflega að nám í greininni verði fellt niður frá og með áramótum. „Mér finnst þetta ömurlegt, þessi sending kemur til okkar nemendanna korteri fyrir jól,“ segir Elísabet Blöndal, nemandi í útstillingum. Hún segir aðra nemendur einnig afar ósátta við þessar fyrirvaralausu breytingar. Í bréfi þar sem nemendum var gerð grein fyrir þessari breytingu kemur fram að þeir geti lokið námi frá skólanum af listnámsbraut. Með bréfinu fylgir greiðsluseðill fyrir skólagjöldunum á næstu önn, sem ber að greiða fyrir áramót. Nemendum er bent á að ræða breytingar á námi sínu við áfangastjóra eða aðstoðarskólameistara, en skrifstofa skólans er lokuð fram til 4. janúar. „Ég er fyrir mitt leyti búin að senda bréf til menntamálaráðuneytisins og óska eftir því að þeir snúi þessari ákvörðun við. Mér finnst ekki ólíklegt að aðrir nemendur geri það líka,“ segir Elísabet. Hún hefur ekki gert upp við sig hvort hún borgar skólagjöldin upp á von og óvon um að námið verði ekki fellt niður. „Ég ætla að vona það besta, en ég bíð fram á síðustu stundu með að ákveða hvort ég borga,“ segir Elísabet. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er þessi breyting ekki gerð í samráði við menntamálaráðuneytið. Aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir nemendur eiga rétt á að ljúka því námi sem þeir hafi byrjað á. Heimildir Fréttablaðsins herma að ákvörðun stjórnenda skólans fái ekki að standa. - bj
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira