Lífið

Snertir ekki gítarinn

Gallagher er í pásu frá tónlistinni.
Gallagher er í pásu frá tónlistinni.

Noel Gallagher, fyrrverandi liðsmanni Oasis, finnst ágætt að vera í pásu frá tónlistarbransanum. Hann hefur ekki spilað á gítar í marga mánuði og finnst það bara allt í lagi.

„Það er fínt að láta sér leiðast," sagði Gallagher í viðtali við The Sun.

„Að stara bara út um gluggann og velta fyrir sér hvort ég eigi að endurraða geisladiskunum mínum eða hvort ég eigi að telja skiptimyntina sem ég geymi í viskíflöskunni er í góðu lagi."

Oasis lagði óvænt upp laupana á síðasta ári eftir heiftarlegt rifrildi á milli Gallagher-bræðranna Noels og Liams.

Stjörnumerki, spjall og spár á Lífinu á Facebook.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.