Enginn hvati til þess að fara út á vinnumarkað Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 20. desember 2010 18:45 Enginn hvati er fyrir einstæða móður á örorkubótum með langveik börn að fara út á vinnumarkaðinn, samkvæmt útreikningum fréttastofu. Hún er ívið betur sett fjárhagslega en móðir langveikra barna á meðallaunum á vinnumarkaði. Öryrkjum hefur fjölgað um hátt í sextíu prósent á síðustu 10 árum, langt umfram fjölgun þjóðarinnar. Viðtal sem fréttastofa tók við Freyju Dís Númadóttur í síðustu viku - að hennar frumkvæði - hefur vakið gríðarlega athygli. Viðbrögðin skiptast í tvö horn. Mörgum virðist brugðið yfir því að öryrki geti verið með allt að 400 þúsund krónur í greiðslur frá Tryggingastofnun og þurfa þó að sækja sér mataraðstoð. Þá hefur öryrkjum fundist að sér vegið, og telja að slíkar upphæðir heyri til undantekninga. En velferðarkerfið kostar og því ekki óeðliegt að rýnt sé í hvernig það er uppbyggt. Enda er ljóst að öryrkjum fjölgar hratt, mun hraðar en þjóðin. Á síðustu tíu árum hefur þeim fjölgað um 58% - á sama tíma hefur landsmönnum aðeins fjölgað um tæp 14%. Fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins sagði til dæmis nýverið að mun fleiri öryrkjar geti unnið - hins vegar tapi margir þeirra tekjum fari þeir út á vinnumarkaðinn. Fréttastofu lék forvitni á að vita hvort það geti staðist. Þar sem Freyja Dís upplýsti fréttastofu greiðlega um hvernig greiðslur hennar frá Tryggingastofnun er háttað, notum við hennar dæmi og berum saman við konu í nákvæmlega sömu stöðu, nema í fullri vinnu á meðallaunum. Sú á vinnumarkaði er einnig einstæð með langveik börn, fær sömu meðlög, umönnunargreiðslur og mæðralaun. Samanlagðar tekjur hennar eru því rúmar 412 þúsund krónur eftir skatta og gjöld. Báðar fá þær húsaleigubætur, öryrkinn þó heldur hærri og báðar barnabætur, en öryrkinn heldur hærri. Niðurstaðan er því sú að einstæður öryrki með langveik börn hefur ívið hærri ráðstöfunartekjur þegar allt er talið - en sú sem er á vinnumarkaði. Og rétt er að ítreka að þarna er ekki verið að miða við láglaunakonu, heldur manneskju með meðallaun. Fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins, Sigursteinn Másson, sagði í fréttum okkar nýverið ekki rétt að skerða bætur en gera verði kerfið þannig úr garði að eftirsóknarvert verði að fara í vinnu. „Við verðum að stokka þetta upp af því að við getum ekki horft upp á það gerast hér í þessu samfélagi að vegna þess að við viljum halda uppi velferð að þá hrúgist fólk inn á þetta kerfi í því skyni að bjarga sér," sagði Sigursteinn. Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Enginn hvati er fyrir einstæða móður á örorkubótum með langveik börn að fara út á vinnumarkaðinn, samkvæmt útreikningum fréttastofu. Hún er ívið betur sett fjárhagslega en móðir langveikra barna á meðallaunum á vinnumarkaði. Öryrkjum hefur fjölgað um hátt í sextíu prósent á síðustu 10 árum, langt umfram fjölgun þjóðarinnar. Viðtal sem fréttastofa tók við Freyju Dís Númadóttur í síðustu viku - að hennar frumkvæði - hefur vakið gríðarlega athygli. Viðbrögðin skiptast í tvö horn. Mörgum virðist brugðið yfir því að öryrki geti verið með allt að 400 þúsund krónur í greiðslur frá Tryggingastofnun og þurfa þó að sækja sér mataraðstoð. Þá hefur öryrkjum fundist að sér vegið, og telja að slíkar upphæðir heyri til undantekninga. En velferðarkerfið kostar og því ekki óeðliegt að rýnt sé í hvernig það er uppbyggt. Enda er ljóst að öryrkjum fjölgar hratt, mun hraðar en þjóðin. Á síðustu tíu árum hefur þeim fjölgað um 58% - á sama tíma hefur landsmönnum aðeins fjölgað um tæp 14%. Fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins sagði til dæmis nýverið að mun fleiri öryrkjar geti unnið - hins vegar tapi margir þeirra tekjum fari þeir út á vinnumarkaðinn. Fréttastofu lék forvitni á að vita hvort það geti staðist. Þar sem Freyja Dís upplýsti fréttastofu greiðlega um hvernig greiðslur hennar frá Tryggingastofnun er háttað, notum við hennar dæmi og berum saman við konu í nákvæmlega sömu stöðu, nema í fullri vinnu á meðallaunum. Sú á vinnumarkaði er einnig einstæð með langveik börn, fær sömu meðlög, umönnunargreiðslur og mæðralaun. Samanlagðar tekjur hennar eru því rúmar 412 þúsund krónur eftir skatta og gjöld. Báðar fá þær húsaleigubætur, öryrkinn þó heldur hærri og báðar barnabætur, en öryrkinn heldur hærri. Niðurstaðan er því sú að einstæður öryrki með langveik börn hefur ívið hærri ráðstöfunartekjur þegar allt er talið - en sú sem er á vinnumarkaði. Og rétt er að ítreka að þarna er ekki verið að miða við láglaunakonu, heldur manneskju með meðallaun. Fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins, Sigursteinn Másson, sagði í fréttum okkar nýverið ekki rétt að skerða bætur en gera verði kerfið þannig úr garði að eftirsóknarvert verði að fara í vinnu. „Við verðum að stokka þetta upp af því að við getum ekki horft upp á það gerast hér í þessu samfélagi að vegna þess að við viljum halda uppi velferð að þá hrúgist fólk inn á þetta kerfi í því skyni að bjarga sér," sagði Sigursteinn.
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira