Umhverfisráðuneytið: Ekki verið að banna skógrækt 21. desember 2010 15:03 „Það er ekki rétt að breytingar sem kveðið er á um í drögunum takmarki stórlega eða banni skógrækt hér á landi," segir í tilkynningu sem umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér. Umhverfisráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd. Forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Aðalsteinn Sigurgeirsson, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ætlunin með breytingunum sé að setja gríðarlegar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu. Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Umfjöllun annarra miðla var á sömu slóðum. Í tilkynningunni frá umhverfisráðuneytinu segir að markmiðið með breytingum á lögunum sé síður en svo að takmarka stórlega eða banna skógrækt hér á landi. „Sú túlkun að allur innflutningur og dreifing framandi plantna verði bannaður á því ekki við nein rök að styðjast," segir þar. Þá ítrekar upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins að mikilvægt sé að að umfjöllun og umræða um frumvarpsdrögin séu byggð á réttum og málefnalegum upplýsingum. Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun um drögin í dag og í gær vill ráðuneytið því koma sjónarmiðum á framfæri. Í tilkynningunni segir: „Því var meðal annars haldið fram að óheimilt verði að gróðursetja öll helstu tré sem nýtt eru til skógræktar, mögulegri atvinnustarfsemi í skógrækt verði fórnað og að frelsi áhugafólks til að græða upp landið verði einnig takmarkað. Þá var fullyrt að öll helstu skógræktartré verði bönnuð. Þetta er rangt. Í drögum að frumvarpinu segir að umhverfisráðherra geti ákveðið að dreifa megi tilteknum framandi lífverum án leyfis og birt verði skrá yfir þessar tegundir. Ætlunin er að helstu skógræktar- og landgræðslutegundir verði á þessum lista. Einnig getur ráðherra ákveðið að vissar lífverur megi flytja til landsins án leyfis og skal hann á sama hátt birta skrá yfir þær. " Tengdar fréttir Leggja til strangar hömlur á skógrækt Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. 20. desember 2010 18:36 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Það er ekki rétt að breytingar sem kveðið er á um í drögunum takmarki stórlega eða banni skógrækt hér á landi," segir í tilkynningu sem umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér. Umhverfisráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd. Forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Aðalsteinn Sigurgeirsson, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ætlunin með breytingunum sé að setja gríðarlegar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu. Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Umfjöllun annarra miðla var á sömu slóðum. Í tilkynningunni frá umhverfisráðuneytinu segir að markmiðið með breytingum á lögunum sé síður en svo að takmarka stórlega eða banna skógrækt hér á landi. „Sú túlkun að allur innflutningur og dreifing framandi plantna verði bannaður á því ekki við nein rök að styðjast," segir þar. Þá ítrekar upplýsingafulltrúi umhverfisráðuneytisins að mikilvægt sé að að umfjöllun og umræða um frumvarpsdrögin séu byggð á réttum og málefnalegum upplýsingum. Í framhaldi af fjölmiðlaumfjöllun um drögin í dag og í gær vill ráðuneytið því koma sjónarmiðum á framfæri. Í tilkynningunni segir: „Því var meðal annars haldið fram að óheimilt verði að gróðursetja öll helstu tré sem nýtt eru til skógræktar, mögulegri atvinnustarfsemi í skógrækt verði fórnað og að frelsi áhugafólks til að græða upp landið verði einnig takmarkað. Þá var fullyrt að öll helstu skógræktartré verði bönnuð. Þetta er rangt. Í drögum að frumvarpinu segir að umhverfisráðherra geti ákveðið að dreifa megi tilteknum framandi lífverum án leyfis og birt verði skrá yfir þessar tegundir. Ætlunin er að helstu skógræktar- og landgræðslutegundir verði á þessum lista. Einnig getur ráðherra ákveðið að vissar lífverur megi flytja til landsins án leyfis og skal hann á sama hátt birta skrá yfir þær. "
Tengdar fréttir Leggja til strangar hömlur á skógrækt Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. 20. desember 2010 18:36 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Leggja til strangar hömlur á skógrækt Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. 20. desember 2010 18:36