Verne greiði fjögur sent á kílóvattstund 16. febrúar 2010 04:00 gagnaver Verne Holdings undirritaði samninga um byggingu gagnavers í Reykjanesbæ árið 2008. Framkvæmdir lágu niðri um tíma í vetur en tæknistjóri fyrirtækisins segir í viðtali í Bandaríkjunum að gagnaverið verði komið í gagnið í lok þessa árs. Fréttablaðið/valli Gagnaver Verne Holdings á Keflavíkurflugvelli mun greiða fjögur sent fyrir hverja kílóvattstund af raforku eða rúmar fimm krónur miðað við núverandi gengi. Þetta segir tæknistjóri Verne í viðtali við bandarískt dagblað. Það er talsvert lægra en meðalverð raforku til fiskvinnslustöðva, samkvæmt upplýsingum frá Rarik, en hins vegar hærra en garðyrkjubændur greiða. Tate Cantrell, framkvæmdastjóri tæknimála hjá Verne Global, segir í viðtali, sem birt er á vef San Francisco Chronicle, að Verne telji Ísland fullkominn stað fyrir gagnaver. Auk aðgangs að orku frá jarðhita og vatnsafli sé í boði ókeypis kæling allan ársins hring og háhraðatenging við Ameríku og Evrópu. „Það eru umtalsverðir möguleikar á sparnaði,“ segir Cantrell. Dæmigert orkuverð til gagnavera í Kaliforníu er 10 sent en getur orðið allt að 20 sent í Bretlandi. Verne geti sparað bandarískum viðskiptavinum 30 prósent af hýsingarkostnaði en breskum 50-60 prósent með því að hýsa gögn þeirra á Íslandi. Fram kemur að byggingaframkvæmdir við gagnaverið standi nú yfir; það verði tilbúið að þjóna viðskiptavinum í lok ársins. Frumvarp til laga um heimild til samninga um gagnaver Verne Holdings er nú til meðferðar á Alþingi. Í þingskjölum er raforkuverð gagnaversins sagt trúnaðarmál en Landsvirkjun og Verne undirrituðu orkusamning í október á síðasta ári. Samkvæmt honum er raforkuþörf gagnaversins á bilinu 80-140 MW. Miðað við 4 cent fyrir kílóvattstund og gengið 129 krónur fyrir hvern dollara, mun gagnaver Verne greiða hærra orkuverð en garðyrkjubændur, sem nú greiða að meðaltali 3 til 4 krónur fyrir hverja kílóvattstund, að sögn Stefáns Arngrímssonar hjá Rarik. Þar er tekið tillit til þess að garðyrkjubændur fá sinn dreifingarkostnað endurgreiddan. Meðalraforkukostnaður fiskvinnslunnar er hins vegar nokkru hærri eða 7 til 10 krónur á kílóvattstund, að sögn Stefáns. Raforkuverð til álvera er trúnaðarmál. peturg@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Gagnaver Verne Holdings á Keflavíkurflugvelli mun greiða fjögur sent fyrir hverja kílóvattstund af raforku eða rúmar fimm krónur miðað við núverandi gengi. Þetta segir tæknistjóri Verne í viðtali við bandarískt dagblað. Það er talsvert lægra en meðalverð raforku til fiskvinnslustöðva, samkvæmt upplýsingum frá Rarik, en hins vegar hærra en garðyrkjubændur greiða. Tate Cantrell, framkvæmdastjóri tæknimála hjá Verne Global, segir í viðtali, sem birt er á vef San Francisco Chronicle, að Verne telji Ísland fullkominn stað fyrir gagnaver. Auk aðgangs að orku frá jarðhita og vatnsafli sé í boði ókeypis kæling allan ársins hring og háhraðatenging við Ameríku og Evrópu. „Það eru umtalsverðir möguleikar á sparnaði,“ segir Cantrell. Dæmigert orkuverð til gagnavera í Kaliforníu er 10 sent en getur orðið allt að 20 sent í Bretlandi. Verne geti sparað bandarískum viðskiptavinum 30 prósent af hýsingarkostnaði en breskum 50-60 prósent með því að hýsa gögn þeirra á Íslandi. Fram kemur að byggingaframkvæmdir við gagnaverið standi nú yfir; það verði tilbúið að þjóna viðskiptavinum í lok ársins. Frumvarp til laga um heimild til samninga um gagnaver Verne Holdings er nú til meðferðar á Alþingi. Í þingskjölum er raforkuverð gagnaversins sagt trúnaðarmál en Landsvirkjun og Verne undirrituðu orkusamning í október á síðasta ári. Samkvæmt honum er raforkuþörf gagnaversins á bilinu 80-140 MW. Miðað við 4 cent fyrir kílóvattstund og gengið 129 krónur fyrir hvern dollara, mun gagnaver Verne greiða hærra orkuverð en garðyrkjubændur, sem nú greiða að meðaltali 3 til 4 krónur fyrir hverja kílóvattstund, að sögn Stefáns Arngrímssonar hjá Rarik. Þar er tekið tillit til þess að garðyrkjubændur fá sinn dreifingarkostnað endurgreiddan. Meðalraforkukostnaður fiskvinnslunnar er hins vegar nokkru hærri eða 7 til 10 krónur á kílóvattstund, að sögn Stefáns. Raforkuverð til álvera er trúnaðarmál. peturg@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira