Innlent

Reykur vegna potts á pönnu

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað í fjölbýlishús í Hraunbæ vegna eldsvoða.

Mikinn reyk lagði frá íbúð þar og fyllti stigagang í fjölbýlishúsið.

Í ljós kom að reykurinn var tilkominn vegna potts sem var á eldavél og gleymst hafði að slökkva undir.

Slökkviliðið reykræsti íbúðina og stigaganginn en skemmdir voru minniháttar að sögn varðstjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×