Ríkisstjórnin ræddi afsögn eftir synjun 6. janúar 2010 06:15 Ráðherrar voru misíbyggnir þegar þeir komu af fundi í gær. Samstaða var á þingflokksfundum um að halda stjórnarsamstarfinu áfram og setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mismunandi skoðanir Vinstri grænna gætu orðið stjórninni erfiður ljár í þúfu.fréttablaðið/stefán Reglubundinn ríkisstjórnarfundur var í stjórnarráðinu í gær þegar blaðamannafundur forsetans hófst á Bessastöðum. Hlé var gert og hlýtt á forsetann en sex mínútur yfir ellefu bárust ráðherrum bréf frá forsetanum um að hann ætlaði að synja frumvarpinu staðfestingar. Í kjölfarið ræddu ráðherrar það af mikilli alvöru hvort rétt væri að stjórnin færi frá. Ákveðið var að sitja áfram. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu í gær. Á fundi Samfylkingarinnar var ákveðið að halda samstarfinu til streitu og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnarslit voru þó rædd, án þess að slík tillaga væri borin upp. Talið var að slík afstaða væri ekki ábyrg. Þingmenn lýstu yfir sárum vonbrigðum, undrun og reiði yfir ákvörðun forsetans, með henni væri efnahagsáætlun stjórnarinnar hleypt í uppnám. Þingmenn Vinstri grænna luku ekki umræðum um málið á sínum þingflokksfundi en fram kom vilji til áframhaldandi stjórnarsamstarfs. Rætt var um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslunnar og viðbrögð að utan. Þá var stefnt á að funda aftur í dag. Óljóst er hvort og hvernig ríkisstjórnin mun beita sér í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hvort hún mun reka harða kosningabaráttu eða láta lítið fyrir sér fara. Innan VG eru bæði sjónarmið uppi og töldu þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við þetta geta orðið erfitt fyrir flokkinn sem þegar er lemstraður eftir Icesave-málið. Sem kunnugt er sagði Ögmundur Jónasson af sér ráðherraembætti vegna þess og hann auk Lilju Mósesdóttur greiddu atkvæði gegn því. Efasemdir Ásmundar Einars Daðasonar og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur eru kunnar. Sú afstaða hefur farið misvel í samflokksmenn þeirra, ekki síst atkvæðagreiðsla um frumvarpið. Þar greiddu Ögmundur og Lilja atkvæði gegn breytingartillögu Péturs Blöndal um þjóðaratkvæði og frumvarpinu í heild sinni, en með breytingartillögu Höskuldar Þórhallssonar. Ásmundur og Guðfríður kusu þveröfugt, með þjóðaratkvæði og frumvarpi, en gegn Icesave. Að teknu tilliti til þess að flokksformaðurinn Steingrímur J. Sigfússon er flutningsmaður Icesave-málsins er ljóst að flokkurinn mun illa ganga sameinaður til aðgerða. kolbeinn@frettabladid.is bjorn@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Reglubundinn ríkisstjórnarfundur var í stjórnarráðinu í gær þegar blaðamannafundur forsetans hófst á Bessastöðum. Hlé var gert og hlýtt á forsetann en sex mínútur yfir ellefu bárust ráðherrum bréf frá forsetanum um að hann ætlaði að synja frumvarpinu staðfestingar. Í kjölfarið ræddu ráðherrar það af mikilli alvöru hvort rétt væri að stjórnin færi frá. Ákveðið var að sitja áfram. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu í gær. Á fundi Samfylkingarinnar var ákveðið að halda samstarfinu til streitu og undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnarslit voru þó rædd, án þess að slík tillaga væri borin upp. Talið var að slík afstaða væri ekki ábyrg. Þingmenn lýstu yfir sárum vonbrigðum, undrun og reiði yfir ákvörðun forsetans, með henni væri efnahagsáætlun stjórnarinnar hleypt í uppnám. Þingmenn Vinstri grænna luku ekki umræðum um málið á sínum þingflokksfundi en fram kom vilji til áframhaldandi stjórnarsamstarfs. Rætt var um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslunnar og viðbrögð að utan. Þá var stefnt á að funda aftur í dag. Óljóst er hvort og hvernig ríkisstjórnin mun beita sér í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Hvort hún mun reka harða kosningabaráttu eða láta lítið fyrir sér fara. Innan VG eru bæði sjónarmið uppi og töldu þingmenn sem Fréttablaðið ræddi við þetta geta orðið erfitt fyrir flokkinn sem þegar er lemstraður eftir Icesave-málið. Sem kunnugt er sagði Ögmundur Jónasson af sér ráðherraembætti vegna þess og hann auk Lilju Mósesdóttur greiddu atkvæði gegn því. Efasemdir Ásmundar Einars Daðasonar og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur eru kunnar. Sú afstaða hefur farið misvel í samflokksmenn þeirra, ekki síst atkvæðagreiðsla um frumvarpið. Þar greiddu Ögmundur og Lilja atkvæði gegn breytingartillögu Péturs Blöndal um þjóðaratkvæði og frumvarpinu í heild sinni, en með breytingartillögu Höskuldar Þórhallssonar. Ásmundur og Guðfríður kusu þveröfugt, með þjóðaratkvæði og frumvarpi, en gegn Icesave. Að teknu tilliti til þess að flokksformaðurinn Steingrímur J. Sigfússon er flutningsmaður Icesave-málsins er ljóst að flokkurinn mun illa ganga sameinaður til aðgerða. kolbeinn@frettabladid.is bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira