Innlent

Stjórnarþingmaður: Forsetinn skilur þjóðina eftir í ruslflokki

Sigmundur Ernir Rúnarsson.
Sigmundur Ernir Rúnarsson. Mynd/Stefán Karlsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er allt annað en sáttur með þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave lögin sem Alþingi samþykkti fyrir viku. Hann segir að forsetinn hafi tekið eigin hag fram yfir þjóðarhag.

Fyrr í dag sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi umhverfisráðherra, á bloggsíðu sinni að íslenskir kjósendur muni standa frammi fyrir skýru vali: forseta eða ríkisstjórn. Hafni þjóðin lögunum mun ríkisstjórnin segja af sér en ef lögin verða samþykkt blasi við að forsetinn segi af sér embætti.

„Forseti Íslands gæti komist í sögubækurnar fyrir annaðtveggja; að fella fyrstu hreinu vinstri stjórnina í sögu landsins, eða vera sá forseti í sögu lýðveldisins sem fyrstur þarf að segja af sér embætti," segir Sigmundur í pistli á heimasíðu sinni og bætir við að verði Icesave lögin samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu sé forsetanum varla sætt lengur.

Þingmaðurinn segir að Ólafur hafi tekið eigin hag fram yfir þjóðarhag með ákvörðun sinni. „Hugvísindamaðurinn sjálfur beitti veikum rökum máli sínu til stuðnings; óvísindalegri könnun sem byggði á því ólíka mati fólks að borga ekkert, helst ekkert, eitthvað, eða ekki eins mikið - og svo var hitt og kannski lyginni líkara; á samtölum og áskorunum stjórnarliða sem enginn þeirra kannast við. Nákvæmlega enginn."

Sigmundur segir að kosið verði um málið eftir röskan mánuð. „Í millitíðinni myndi ég halda að forsetinn væri búinn að fara í




Fleiri fréttir

Sjá meira


×