Samkomulag um gagnaver Verne Holding er í eðlilegu ferli 6. janúar 2010 21:08 Mynd/GVA Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir að engar tafir hafi orðið á gerð fjárfestingarsamnings stjórnvalda við Verne Holding um gagnaver á Suðurnesjum. Málið sé í eðlilegu ferli á Alþingi. Framkvæmdir við gagnaverið hafa verið stöðvaðar. Tugir iðnaðarmanna sem hafa verið við störf við uppbyggingu húsnæðis fyrirtækisins fengu bréf um að leggja verkfærunum þangað til annað kæmi í ljós. Kristján Gunnarsson, framkvæmdastjóri Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að það sé reiðarslag og ömurlegt innlegg fyrir atvinnumál á Suðurnesjum. Stjórnarformaður Verne Holding, Vilhjálmur Þorsteinsson, segir ástæðuna fyrir töfunum vera bið eftir því að Alþingi afgreiði fjárfestingasamning sem þar liggur fyrir. „Það hefur engin töf orðið á neinu varðandi þennan fjárfestasamning í meðförum þingsins. Frumvarp til heimildarlaga var lagt fram á Alþingi og fór strax í eðlilega þinglega meðferð og er fyrstu umræðu lokið. Enginn fjárfestingarsamningur hefur fengið sérstaka flýtimeðferð og svo verður heldur ekki núna. Þetta hafa allir málsaðilar vitað," segir Katrín og bætir við að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þetta vinnulag né óskað eftir flýtimeðferð. Miklu máli skipti að samningur eins og þessi fái vandaða meðferð og á Katrín von á því að iðnaðarnefnd og Alþingi samþykki frumvarpið þegar þing kemur saman á nýjan leik.Mikilvægt að bregðast við ákvörðun forseta Íslands Katrínu er kunnugt um að Verne Holdeing þurfa nýja beina erlenda fjárfestingu til að geta haldið verkefninu áfram að fullum krafti og því hafi verið gengið til fjarfestingasamninga. Hún vonast til þess að óvissan sem endurreisnaráætlun stjórnvalda var sett í með ákvörðun forseta Íslands varðandi Icesave lögin og mögulegt vantraust á Íslandi í kjölfarið tefji ekki eða stöðvi fjárfestingarverkefni hér á landi. „Verkefni stjórnvalda er að stuðla að því að endurheimta traust. Fjárfestingarsamningar um stöðugleika í rekstrarumhverfi eru mikilvægt tæki til að ná því markmiði," segir Katrín. Tengdar fréttir Frestun á gagnaveri „helvítis“ áfall fyrir byggingageirann „Þetta er helvítis áfall fyrir byggingageirann,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, en allar framkvæmdir hafa verið stöðvaðar við gagnver Verner Holdings. Stjórnarformaður félagsins, Vilhjálmur Þorsteinsson, segir ástæðuna fyrir töfunum vera bið eftir því að Alþingi afgreiði fjárfestingasamning sem þar liggur fyrir. 6. janúar 2010 13:22 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir að engar tafir hafi orðið á gerð fjárfestingarsamnings stjórnvalda við Verne Holding um gagnaver á Suðurnesjum. Málið sé í eðlilegu ferli á Alþingi. Framkvæmdir við gagnaverið hafa verið stöðvaðar. Tugir iðnaðarmanna sem hafa verið við störf við uppbyggingu húsnæðis fyrirtækisins fengu bréf um að leggja verkfærunum þangað til annað kæmi í ljós. Kristján Gunnarsson, framkvæmdastjóri Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að það sé reiðarslag og ömurlegt innlegg fyrir atvinnumál á Suðurnesjum. Stjórnarformaður Verne Holding, Vilhjálmur Þorsteinsson, segir ástæðuna fyrir töfunum vera bið eftir því að Alþingi afgreiði fjárfestingasamning sem þar liggur fyrir. „Það hefur engin töf orðið á neinu varðandi þennan fjárfestasamning í meðförum þingsins. Frumvarp til heimildarlaga var lagt fram á Alþingi og fór strax í eðlilega þinglega meðferð og er fyrstu umræðu lokið. Enginn fjárfestingarsamningur hefur fengið sérstaka flýtimeðferð og svo verður heldur ekki núna. Þetta hafa allir málsaðilar vitað," segir Katrín og bætir við að ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þetta vinnulag né óskað eftir flýtimeðferð. Miklu máli skipti að samningur eins og þessi fái vandaða meðferð og á Katrín von á því að iðnaðarnefnd og Alþingi samþykki frumvarpið þegar þing kemur saman á nýjan leik.Mikilvægt að bregðast við ákvörðun forseta Íslands Katrínu er kunnugt um að Verne Holdeing þurfa nýja beina erlenda fjárfestingu til að geta haldið verkefninu áfram að fullum krafti og því hafi verið gengið til fjarfestingasamninga. Hún vonast til þess að óvissan sem endurreisnaráætlun stjórnvalda var sett í með ákvörðun forseta Íslands varðandi Icesave lögin og mögulegt vantraust á Íslandi í kjölfarið tefji ekki eða stöðvi fjárfestingarverkefni hér á landi. „Verkefni stjórnvalda er að stuðla að því að endurheimta traust. Fjárfestingarsamningar um stöðugleika í rekstrarumhverfi eru mikilvægt tæki til að ná því markmiði," segir Katrín.
Tengdar fréttir Frestun á gagnaveri „helvítis“ áfall fyrir byggingageirann „Þetta er helvítis áfall fyrir byggingageirann,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, en allar framkvæmdir hafa verið stöðvaðar við gagnver Verner Holdings. Stjórnarformaður félagsins, Vilhjálmur Þorsteinsson, segir ástæðuna fyrir töfunum vera bið eftir því að Alþingi afgreiði fjárfestingasamning sem þar liggur fyrir. 6. janúar 2010 13:22 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Frestun á gagnaveri „helvítis“ áfall fyrir byggingageirann „Þetta er helvítis áfall fyrir byggingageirann,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, en allar framkvæmdir hafa verið stöðvaðar við gagnver Verner Holdings. Stjórnarformaður félagsins, Vilhjálmur Þorsteinsson, segir ástæðuna fyrir töfunum vera bið eftir því að Alþingi afgreiði fjárfestingasamning sem þar liggur fyrir. 6. janúar 2010 13:22