Lífið

Barbara Walters tilkynnir hjartauppskurð í beinni útsendingu

Barbara Walters kann að búa til umtalað sjónvarpsefni. Hún er einn framleiðenda The View.
Barbara Walters kann að búa til umtalað sjónvarpsefni. Hún er einn framleiðenda The View.
Áhorfendur sjónvarpsþáttarins The View fengu óvænta tilkynningu í fangið rétt í þessu. Sjónvarpskonan Barbara Walters, sem er einn þáttastjórnandanna, sagði þarna frá því að hún sé á leiðinni í hjartauppskurð.

„Þið kannist við það hvað ég er alltaf að tala um og gera ykkur brjálaðar með það hvað ég er heilbrigð. Missi aldrei dag úr vinnu, ekki kvef í þrettán ár. Seinna í vikunni fer ég í hjartauppskurð og læt skipta um gallaða hjartaloku. Margir hafa gert þetta og ég hef vitað um þetta í nokkurn tíma," sagði Barbara.

Vinkonur Walters í þættinum, þeirra á meðal Whoopie Goldberg, voru meðal örfárra sem hún sagði frá uppskurðinum fyrir útsendingu. The View er einn vinsælasti þáttur Bandaríkjanna á daginn og er Walters einn framleiðandanna.

Upptökuna úr The View má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.