Innlent

Leiðin sem níðingurinn ók

Fjölda mannslífa var stofnað í hættu þegar ökuníðingur á stolnum jeppa reyndi að stinga sex lögreglubíla af. Hann ók á ofsahraða á móti umferð á Reykjanesbraut í Garðabæ en eftirförin endaði með bílveltu í Kópavogi. Hægt er að sjá leiðina sem maðurinn ók í myndbandinu sem fylgir þessari frétt.

Eftirförin hófst í Hafnarfirði nánar tiltekið á Hjallahrauni þar sem lögreglan kom auga stolna jeppann en í honum var ungur karl og ung kona. Maðurinn sem var undir stýri reyndi að stinga lögregluna af og ók áleiðis þvert yfir Fjarðarhraun og inn á Bæjarhraun.

Þaðan ók hann öfugum megin inn á hringtorg við Kaplakrika á móti umferð og þaðan upp Flatahraun. Þaðan komst hann niður á Reykjanesbraut en þar ók hann nokkur hundruð metra á móti umferð á rúmlega 120 kílómetra hraða.

Eftir að hafa komist á réttan vegarhelming ók maðurinn upp á Arnarnesbrú og niður Smárahvammsveg, en þaðan inn í bílastæðahús við Smáralind. Þar sem hann ók á bíl. Hann hélt hins vegar áfram út úr húsinu og ók Fífuhvammsveg austur að hringtorginu við Lindarveg þar sem hann ók á annan bíl. Ekki dugði það til að stöðva för mannsins sem ók þess í stað upp Hlíðardalsveg þar sem lögreglubíl var ekið utan í jeppann án árangurs. Skömmu síðar var öðrum lögreglubíl ekið utan í jeppann með þeim afleiðingum að hann valt við Fífuhvammsveg.

Ökuníðingurinn er um þrítugt og hefur margoft komið við sögu lögreglu. Hann var í annarlega ástandi en hlaust ekki alvarlega áverka frekar vinkona hans sem var með honum í bílnum. Tveir lögreglumenn þurftu hins að leita á slysadeild.

Það er í raun ótrúleg heppni að alvarleg slys hafi ekki orðið miðað við ökulag mannsins. En auk jeppans sem er ónýtur skemmdust fjórir lögreglubílar mismikið á meðan eftirförinni stóð auk fólksbílanna tveggja sem ekið var á.








Tengdar fréttir

Ökuníðingurinn ók á sex bíla

Maðurinn sem var handtekinn fyrr í dag eftir að lögregla veitti honum eftirför ók á fjórar bifreiðar áður en hann velti bifreiðinni sem hann ók. Maðurinn hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu. Hann var í annarlegu ástandi. Tveir lögreglumenn leituðu til slysadeildar eftir eftirförina.

Mikil hætta stafaði af ökumanni á stolnum bíl

Ökumaður á stolnum bíl var handtekinn í grennd við verslunarmiðstöðuna Smáralind nú fyrir skömmu. Lögregla veitti manninum eftirför sem ók á móti umferð. Mikil hætta stafaði af manninum, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×