Erlent

Dapurleg heimkoma

Óli Tynes skrifar
Ítalskur hershöfðingi strýkur vanga konu sem bíður eftir líkkistu sonar síns.
Ítalskur hershöfðingi strýkur vanga konu sem bíður eftir líkkistu sonar síns. Mynd/AP

Lík sex ítalskra hermanna sem féllu í Afganistan í síðustu viku voru flutt heim í dag. Hermennirnir féllu þegar gerð var bílsprengju-sjálfsmorðsárás á bílalest þeirra sem var að flytja birgðir til herstöðvar þeirra í grennd við Kabúl.

Ættingjar hinna föllnu tóku á móti kistum þeirra á herflugvelli í grennd við Róm í dag. Þar voru einnig æðstu menn hersins og Giorgio Napolitano forseti landsins sem snerti allar fánaskrýddar kisturnar þegar þær voru bornar út úr herflutningavél sem flutti þær heim.

Allir ættingjarnir höfðu hermenn sér til fulltingis við athöfnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×